Ákvað að taka nostalgíuvinkilinn á þetta frekar en vangann. Hérna koma þess vegna topp 5 lögin sem minna mig á unglinginn í mér af einhverjum ástæðum...
5. Snow - Informer
Platan 12 Inches Of Snow (orðaleikur!) er sorglegt en satt fyrsti geisladiskurinn sem ég eignaðist. Þegar ég var 12 ára (platan kom út '93) þá var þetta rosalega gott lag.... vissuði að Snow hefur gefið út heilar 7 plötur og sú síðasta kom út 2006!
4. Elliott Smith - Needle in the Hay
Fyrsta lagið af fyrsta disknum hans og líka fyrsta lagið sem ég heyrði með Elliott Smith, platan XO kom svo út 3 árum seinna og ég varð algjörlega dolfallinn af þeirri snilld.
3. Weezer - Undone (The Sweater Song)
Lagið sem fékk mig til þess að hlusta á Weezer... sé ekki eftir því í dag
2. Shaggy - Mr. Boombastic
"Don't you tickle my foot bottom ha ha baby please
Don't you play with my nose I might ha chum sneeze
Well you a the bun and me a the cheese
And if me a the rice well you a the peas"
Gott stöff.
1. Coolio - Gangsta's Paradise
Þetta lag var það mest kúl í öllum heiminum í þá daga... gamall krakksali, Michelle Pfeiffer og mig langaði næstum því að segja fyrirgefðu við kennarann minn fyrir að gera lífið hennar svona erfitt...
Friday, May 8, 2009
Topp 5 unglinga - Georg Atli
Labels:
Coolio,
Elliott Smith,
nostalgíulög,
Shaggy,
Snow,
vangalög,
Weezer
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment