Tuesday, May 12, 2009
Joe Pug
Ég setti á listann minn um daginn lag með nýjum tónlistarmanni sem heitir því minna en heillandi nafni Joe Pug. Hann gaf út E.P. plötu í fyrra sem heitir Nation of Heat. Einhversstaðar las ég að um hann að hann væri "updated version of Bob Dylan" mér finnst það ansi góð lýsing þannig að ég æt það bara standa. Joe Pug ætlar svo að vera með tónleika hérna á Íslandi 2. júlí, sem er stuð.
Coverið af plötunni er hér að ofan og ef vel er rýnt í það sést útdráttur úr biblíunni... sem væri ekkert sérstaklega merkilegt nema ef það væri ekki á íslensku!
Lag: Call It what You Will
Lag: Hymn #101
Lag: Speak Plainly, Diana
Myspace.com/thejoepug
nationofheat.com
- Georg Atli
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment