Friday, May 22, 2009

Unnur Birna sumarstúlka


Sumar stelpur eru stelpur einsog ég.


4. Jorge Morel: Danza Brasilera - David Russel

Latin músík er eitt það sumarlegasta í heimi. Enda er alltaf sumar í S-Ameríku. Eða svo gott sem. Við þetta lag dansa ég úti á palli.



Keyri í sumarblíðu með sólina í augunum.


3. I'm a cuckoo - Belle&Sebastian


Minnig mig endalaust á sumarið 2005. Kveiki á þessu þegar ég fer í sturtu og Svenni útbýr morgunmat.




Sumarið sem ég ætlaði að verða jazzpíanisti hlustaði ég mikið á þennan disk - Havana. Sit malandi úti í sólinni með kokteilinn og læt sólina sleikja mig.

Ég geng í barndóm og leik mér í berjahlíðinni, lúpínulautinni, skóginum eða hjá læknum í litla þorpinu sem ég ólst að mestu leyti upp.

No comments: