Sumarið er tíminn og þessi lög minna mig alltaf á sumarið.
5. Beck -Golden Age
Þegar ég bjó í danmörku átti ég að mæta í vinnuna klukkan 6 á mánudagsmorgnum, eins og sönnum baunverja þá hjólaði ég í vinnuna og þurfti þess vegna að leggja af stað heiman frá mér kl. 5:20 í síðasta lagi. Þá hlustaði ég alltaf á plötuna Sea Change (sem er uppáhalds Beck platan mín) af því það var eitthvað svo við gott að hlusta á hana þegar maður hjólar í gegnum Köben og sólin er að koma upp og enginn annar er á ferli... nema strætó... og einstaka fyllibytta á leiðinni heim til sín.
4. Dick Dale & His Deltones - California Sun
Mér finnst surfer rokk vera mjög sumarlegt og Dick Dale er einn af þeim bestu í surfer rokkinu.
3. Jack Johnson - Wasting Time
Ég "fann" þennan þegar ég var á bakpokaferðalagi um Asíu, aldrei heyrt í honum áður. Þetta er svo sem ekkert rosalega merkileg tónlist en það er bara eitthvað þægilegt við hann. Þetta er svona næstum því guilty pleasure hjá mér... ég er leyni Jack Johnson aðdáandi. Fíl'etta.
...og svo er maður líka mikið að hanga og "wasting time" á sumrin.
2. The Trashmen - Surfin' Bird
Þetta er toppurinn á surferrokki, ótrúlega skemmtilegt lag sem er sett saman úr tveimur smellum frá hljómsveitinni The Rivingtons (og hver man ekki eftir The Rivingtons?) frá 1963, Birds the Word og Papa Oom Mow Mow.
1. Bebel Gilberto - Bananeira
Ég held að Bebel Gilberto sé sumarið.
Sunday, May 24, 2009
Topp 5 sumarlög - Georg Atli
Labels:
Bebel Gilberto,
Beck,
Dick Dale,
Jack Johnson,
Sumar,
The Rivingtons,
The Trashmen
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment