Editors eru að fara að spila á Glastonbury í ár og eru einnig að gefa út nýja plötu, An End Has To Have a Start.
Ég hef alltaf kallað Editors "Interpol fátæka mannsins" og ég ætla nú bara að halda mig við það. Tónlist þeirra svipar til tónlist Interpols og söngvarinn, Tom Smith, er nú með rosalega svipaða rödd og Paul Banks, söngvari Interpol.
Ég er nú samt ekki að segja að þetta sé eitthvað léleg hljómsveit. Þvert á móti, The Back Room er mjög sterk debut plata en ég er ekki alveg seldur á nýju plötunni. Ég er búinn að heyra þrjú lög af henni og þau eru svona upp og ofan. Ég hlakka þó til að heyra hvernig lokaútkoman verður. Ég setti hérna niðri þessi lög sem að ég var búinn að komast í.
Racing Rats byrjar mjög vel með flottu píanói og mjög hefðbundnu Editors viðlagi. Seinni parturinn fer þó aðeins í mig.
Smokers Outside the Hospital er alveg fínasta lag fyrir utan hvað textinn er eitthvað kjánalegur.
An End Has a Start hefur smá U2 fíling í byrjun í gítarnum. Svo kemur enn eitt Editors viðlagið.
Þessi lög sýna kannski hvað það er sem er að pirra mig. Þetta virðist allt vera svo eins. Ég er að verða dálítið hræddur um að drengirnir hafi ekkert vaxið frá seinustu plötu og ætli að gefa okkur bara meira af því sama. En ég ætla að bíða með alla sleggjudóma þangað til að platan kemur öll.
Ég er þó alveg frekar spenntur að sjá þá á Glastonbury og ég hef alveg trú á því að þeir verði góðir, sérstaklega með það í huga að þeir eiga eftir að fá crowdid alveg funheitt eftir Maxïmo Park.
Ég læt líka fylgja með lagið Blood af plötunni The Back Room. Mér finnst þetta lag vera þeirra besta. Það kemur 3 sekúndna partur á 3:05 sem mér finnst vera algjörlega fullkominn, ég veit ekki hvernig væri hægt að gera hann betri. Það kemur smá svona break og þá er laumað inn mjög flottri bassalínu sem eltir sönginn. Alger snilld. Svo er líka kúabjalla í laginu :)
Wednesday, June 13, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Er það ímyndun í mér eða er röddin á gaurnum orðin aðeins minna Paul Banks og aðeins meira Nick Cave (sérstaklega í Racing Rats)? Ég hef reyndar aldrei verið spennt fyrir Editors einmitt af því ég er sammála þér með að þeir séu Interpol fátæka mannsins en mér finnst Smokers Outside THe Hospital Doors alveg frambærilegt... fíla það alveg pínku svona við fyrstu hlustun.
Post a Comment