Monday, June 18, 2007

Heimstónlist?

Þó Bretar elski indírokkið sitt þá eru fjölmörg bönd á Glastonbury sem falla engan veginn undir þann flokk. Þar á meðal eru tvær frekar sérstakar hljómsveitir sem heita Adjágas og Tinariwen.



Adjágas er dúó sem samanstendur af norskum Sömum sem flytja hefðbundið Sama "joik" (bear with me here) í nýjum búningi. Þetta er frekar sérstök tónlist en um leið mjög hugljúf og róleg. Ég hef allavega aldrei heyrt neitt þessu líkt. Þau eiga að opna dagskrána á pýramídasviðinu á föstudag en það vill einmitt svo skemmtilega til að það áttu þau líka að gera á síðustu hátið. Þá skall hins vegar á svo skelfilegt veður á aðfararnótt föstudags (yfirleitt talað um það sem "a terrential downpour of biblical proportions" og já ég var á svæðinu til að upplifa það!) svo það var allt rafmagnslaust og þau gátu ekki spilað. Við skulum vona þeirra og okkar vegna að það endurtaki sig ekki núna.

Adjágas - Siivu



Tinariwen eru ellefu manna sveit af Tuareg ættbálknum sem eru í raun uppreisnarmenn og syngja aðallega um baráttu síns fólks fyrir sjálfstæði frá Malí. Ég heyrði fyrst í þeim á Robert Plant tónleikunum í Laugardagshöll en þar spilaði kallinn Amassakoul plötuna þeirra fyrir tónleikana. Þá vissi ég ekkert hvað þetta var en fannst það samt rosa töff. Það var svo ekki fyrr en seinna þegar ég las um hljómsveitina og þessa plötu að ég lagði tvo og tvo saman og tékkaði betur á þeim. Platan þeirra Aman Iman kom út í mars síðastliðnum og meðfylgjandi lag er einmitt af þeirri plötu.

Tinariwen - Matadjem Yinmexan

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég heyrði fyrst í þeim á Robert Plant tónleikunum í Laugardagshöll en þar spilaði kallinn Amassakoul plötuna þeirra fyrir tónleikana. Þá vissi ég ekkert hvað þetta var en fannst það samt rosa töff

Fannst þér það jafnvel massa kúl?

Kristín Gróa said...

BWAHAHAHA! Jább! Massakúl :D Þú ert nú alveg..