Gogol Bordello!
Ein stærstu mistök ævi minnar voru gerð á fyrstu vikum mínum þegar ég bjó í Edmonton, Kanada að skiptinemast. Ég fékk póst frá dreng sem hét Brad sem var í tölvunarfræði sem hljóðaði svo: "Friday is my birthday and that calls for only one thing: Gipsy Punk!" Þá var hljómsveitin Gogol Bordello að spila á knæpu í bænum og skyldi fjölmenna á þessa tónleika.
Því miður þá gerði ég of mikið úr skólanum og ákvað að fara ekki, auk þess sem ég þekkti ekki hljómsveitina nógu vel. Þetta voru algjör mistök hjá mér þar sem að ég komst seinna að því að þetta væri ein geðsjúkasta(bókstaflega), hressasta og skemmtilegasta hljómsveit sem ég hef heyrt í.
Tónlistin þeirra er einfaldlega sígaunapönk, blanda af austur-evrópskri tónlist, sígaunatónlist og svo old-school pönki. Hljómsveitin var stofnuð í New York en meðlimirnir eru einmitt allir innflytjendur frá Austur-Evrópu og, að mig minnir, flest öll frá Úkraínu.
Gogol Bordello voru að gefa út nýja plötu sem heitir Super Taranta og munu vera að spila á Glastonbury í ár. Þau eru reyndar klukkan 14 á stærsta sviðinu og munu því ekki alveg njóta sín og svo munum við aðeins missa af byrjuninni þeirra þar sem að Modest Mouse er að spila á svipuðum tíma. En ég vil fá þetta band á klakann, Nasa væri fínt og allt væri fljótandi í ódýrum vodka.
Hérna eru 3 hljóðdæmi. Eitt af hverri plötu:
When The Trickster Starts A-Pokin (Bordello Kind of Guy) af plötunni Multi Kontra vs. Irony
Start Wearing Purple af Gypsy Punks Underdog World Strike
Harem in Tuscany af Super Taranta
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment