Tuesday, June 19, 2007

K'naan


Á morgun leggjum við í leiðangurinn mikla svo það er ekki seinna vænna en að henda inn síðustu Glastonbury færslunni minni. Ég ætla að halda mig í grennd við heimstónlistina (mikið þoli ég ekki þetta hugtak samt!) en ekki alveg eins ýkt og í gær þó.

Rapparinn K'naan fæddist í Mogadishu í Sómalíu og ef það gerir manni ekki lífið erfitt þá veit ég ekki hvað. Þegar hann var 13 ára þá flúði hann land ásamt fjölskyldu sinni og settist að í Kanada. Afi hans var víst eitt fremsta ljóðskáld Sómala og K'naan er sjálfur ýmist nefndur ljóðskáld eða rappari. Hann hefur gefið út eina plötu sem heitir The Dusty Foot Philosopher þar sem hann rappar á ensku en það er ekki rapp eins og er spilað á MTV heldur er sándið dálítið afrískt. Mér finnst þetta allavega alveg massakúl (hehemm). K'naan spilar á Jazz World sviðinu á Glastonbury á laugardagseftirmiðdag.

K'naan - In The Beginning
K'naan - I Was Stabbed By Satan

No comments: