Já ég vil ákalla Chaac og biðja hann um að halda í sér á meðan Glastonbury fer fram. Það eru til mörg góð lög sem eru nefnd eftir rigningunni eða fanga rigningarstemninguna en þessi finnst mér best! Já og við teljum niður...
5. The Prayers & Tears Of Arthur Digby Sellers - Raining In Darling
Oh it don't rain anymore
I go outdoors where it's fun to be
And I know you love me
I know you do
Ég er engan veginn að halda því fram að þetta sé á einhvern hátt betra en upprunalega útgáfa lagsins með Bonnie 'Prince' Billy (þvert á móti). Ég rakst aftur á móti á þetta um daginn og þar sem mér fannst þetta nokkuð flott datt mér í hug að deila þessu frekar með ykkur en hinu. Will Oldham fær samt í raun fimmta sætið... bara svona á ská í þetta sinn.
4. The Beta Band - Dry The Rain
Walked in the corner of the room
A junk yard fool with eyes of gloom
I asked him time again
Take me in and dry the rain
Ég sé það alveg fyrir mér að standa hundblaut á miðju túni í Somerset og finnast það vera svona nettur bömmer en svo styttir skyndilega upp og rétt í því kemur gaur labbandi með boombox á öxlinni þar sem þetta lag er í gangi og skyndilega verður lífið bara alveg fjári gott. Ekki væri verra ef allir færu svona dilla sér í takt við lagið í svona kammó fíling og já ég ímynda mér alveg svona senur í hausnum og það er ekkert óeðlilegt!
3. Neil Young - See The Sky About To Rain
See the sky about to rain
Broken clouds and rain
Locomotive, pull the train
whistle blowin' through my brain
The obligatory Neil Young song. Ekki nóg með að þetta sé af einni af uppáhalds NY plötunum mínum (og já ég á margar uppáhalds enda NY frík) heldur er þetta bara svo melankólískt og fallegt lag. Hér er það í frábærri live útgáfu af Live At Massey Hall 1971 plötunni.
2. The Cure - Plainsong
"I think it's dark and it looks like rain" you said
"And the wind is blowing like it's the end of the world" you said
Mér hefur alltaf fundist þetta lag vera mjög blautt. Ég sé Robert Smith fyrir mér sitja á gangstéttarbrún í hellidembu með maskarann lekandi niður andlitið og þó það sé voða sorgleg sjón þá er ég samt glöð að honum líði nógu illa til að geta samið þetta æðislega lag. Ég er bara ekki betri manneskja en þetta.
1. The Beatles - Rain
Rain, I don't mind
Shine, the weather's fine
Can you hear me, that when it rains and shines
It's just a state of mind?
Fyrir utan að vera í miklu uppáhaldi hjá mér þá finnst mér þetta lag líka passa vel fyrir þennan lista því hvað sem gerist þá ætla ég að skemmta mér vel á Glastonbury, come rain or come shine. Rigning eða sól? Skiptir ekki öllu máli!
Friday, June 8, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment