Friday, June 8, 2007

Topp 5 Rigningarlög - Vignir

Hérna er fórnarlistinn minn. Ég ákvað að gera lista með lögum um hinar ýmsu myndir regnsins

5. Slayer - Raining Blood
Raining blood
From a lacerated sky
Bleeding its horror
Creating my structure
Now I shall reign in blood!

Þetta er svo rosalega mikill metall. Lagið meira að segja byrjar á þrumuveðri!!! Hinsvegar vonast ég ekki eftir blóðregni á Glastonbury, þannig að vonandi mun það ekki gerast.

4. Prince - Purple Rain
Ef að það skyldi byrja að rigna fjólubláu regni á Glastonbury þá væri mér svo sem sama ef að það fylgdi svona ofur gítarsóló með.


3. Mint Royale - Singing in the Rain
Hérna er söngurinn hjá Gary Grant Gene Kelly tekinn og remixaður og laginu breytt og allt voða modern og skemmtilegt. Ég veit ekki hvort að ég myndi einu sinni hlusta á þetta lag nema út af þessari auglýsingu sem mér finnst bara vera með því svalara sem ég hef séð.

Yfirleitt myndi ég pirrast í tætlur og öskra grafarrán og vera pirr og brjál en af einhverjum ástæðum þá gerir þetta mig ekki neitt voða pirraðan. Svo vona ég líka bara að verða svona glaður ef það skyldi rigna á Glastó. Ef að það verður að rigna á Glastó, þá vona ég að það verði svona gleðiregn.

2. Stars - Your Ex-Lover is Dead
God that was strange to see you again
Introduced by a friend of a friend
Smiled and said 'yes I think we've met before'
In that instant it started to pour,
Captured a taxi despite all the rain
We drove in silence across Point Champlain
And all of the time you thought I was sad
I was trying to remember your name…


Rigningin í þessu lagi er svokallað tilfinningaregn en lagið er samt sem áður frábært bömmerlag um að hitta aftur manneskjuna sem braut hjartað manns. Svo er þetta fyrsta lag plötunnar og byrjunin á laginu er svo ótrúlega flott byrjun á plötu. Ég vona nú samt að það verði ekkert svona tilfinningaregn á Glastó.


1. Creedence Clearwater Revival - Who'll Stop the Rain
Long as I remember the rain been coming down.
Clouds of mystery pouring confusion on the ground.
Good men through the ages, trying to find the sun;
And I wonder, still I wonder, who'll stop the rain.

John Fogerty og félagar eru algjörir snillingar í að semja rigningarlög og til alveg heill helvítis hellingur af lögum um rigninguna. Þetta lag varð fyrir valinu mínu frekar en Have You Ever Seen the Rain eiginlega bara af því að ég var í þannig skapi. Hér er rigningin svokölluð myndlíking fyrir ruglið á þessum tíma eins og Víetnam stríðið.

Svo er CCR alveg frábær föstudagshljómsveit því þeir gera lög sem verða betri með bjórglas í hönd.

2 comments:

Anonymous said...

Gene Kelly söng "Singin' in the Rain" ekki Cary Grant.
kv.

Vignir Hafsteinsson said...

mikið mikið rétt. Þeir hafa eitthvað ruglast saman hjá mér.