Friday, June 8, 2007

Topp 5 rigningarlög - Krissa

5. The Coral – In the Morning

Out of the dark and into the light
When the morning comes
I will be alright


Dreaming of You með The Coral er sing-along lagIÐ fyrir breskt festival – það var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði það fyrst “vá hvað væri gaman að vera á Glastonbury með fullt af fólki í góðu veðri og dilla sér við þetta!”. Ef Dreaming of You er sólarfestivallagið er In the Morning rigningarfestivallagið þeirra. Eitthvað sem langflestir gætu dillað sér við, sungið pínu með og brosað þrátt fyrir að það væri ekta english summer rain...en gengur samt alveg þó það sé gott veður. Gott að vera viðbúin öllu, sérstaklega miðað við að fyrstu tvo dagana okkar á Glastonbury '05 var svona veður en á föstudeginum svona.


4. The Beatles – Rain

"Rain, I don't mind
Shine, the weather's fine"


Eftir Singin' in the Rain myndi ég svo fara beint yfir í Rain með ze Beatles...Gott gott lag með 100% viðeigandi texta. “Rain, I don't mind. Shine, the weather's fine”! Það verður svo gaman! :)


3. Gene Kelly – Singin' in the Rain

"I'm singing in the rain
Just singing in the rain
What a glorious feeling
I'm happy again"


Ef Chaac líst ekki nógu vel á okkur og byrjar að láta rigna er ekkert hægt annað en gera gott úr hlutunum, dansa smá og syngja Singin' in the Rain eins hátt og hægt er með bros á vör :)


2. The Beta Band – Dry the Rain

"Take me in and dry the rain"


Vá ég er búin að hlusta svo allt of mikið og oft á þetta lag! Lágstemmt en hresst og ef það kemur rigning langar mig mest að vera með brosið út að eyrum, regndropana lekandi niður andlitið, horfa í kringum mig á allt hitt glaða fólkið og syngja þetta :)


1. Jimmy Cliff – I Can See Clearly Now

"I can see clearly now the rain is gone
I can see all obstacles in my way.
Gone are the dark clouds that had me blind
It's gonna be a bright, bright sunshiny day"


Sunnudagur, Glastonbury 2005. Hætt að vera nótt, kominn morgun. Rölta að tjaldi eftir alltof góða tónleika, alltof skemmtilegt Lost Vagueness og alltof skemmtilegt Silent Disco. Loksins orðið þurrt eftir alla rigninguna, pínu farið að birta og allir í jolly good mood. Allir básar lokaðir nema Wine Bar. Byrjar Jimmy Cliff ekki að hljóma úr litlu hátölurunum framan á Wine Bar og allir sem eru að labba að tjöldunum sínum að syngja með. Fullkomið fullkomið fullkomið og pottþétt lagið sem ég myndi helst syngja til að gleðja Chaac! :)

No comments: