Viggeh! - toppfimmafostudegi.blogspot.com says:
vá, hvað ég fattaði ekki að new pornographers séu að spila á glastó
Kristín Gróa says:
hehe júbb
krissan...5 dagar!?! says:
við erum búin að sjá new pornographers!
Kristín Gróa says:
ég hef ekkert séð þau!
Kristín Gróa says:
eða hvað? hef ég séð þau?
Kristín Gróa says:
mig rekur ekki minni til þess allavega
Kristín Gróa says:
ég held ég hefði munað það.. þau eru svo rauðhærð!
Ég er með svo ótrúlega fallegt og skemmtilegt fólk á MSN hjá mér og tileinka ég þeim þessari færslu.
The New Pornographers eru að spila á Glastonbury í ár og eru að fara að koma út með nýja plötu. Platan heitir Challengers og kemur hún út 21. ágúst. Ég er aðeins búinn að heyra af henni(m.a. hjá Agli Harðar) og ég held að hún gæti bara alveg verið hin fínasta afurð þessa góðu kanadísku krakka.
Ég hef því miður ekki hlustað eins mikið á The New Pornographers eins og ég ætti að gera. Ég komst nokkuð vel inn í Twin Cinema og finnst hún vera alveg þrusugott stykki en fór aldrei meira ofan í saumana, t.d. á eldri plötunum sem ku vera alveg jafn frambærileg, ef ekki frambærilegri en tvíburakvikmyndahúsið.
Ég læt hér fylgja með nokkur lög af nýju plötunni og eitt gamalt og gott af Twin Cinema. Það lag heitir Jessica Numbers og ef að þér, lesandi kær, vinnið við hefðbundið skrifstofustarf þá hef ég áskorun handa yður. Settu þetta lag og reyndu að halda fótunum kyrrum. Það þykir mér áreynsla hin mesta og að öllu leyti óyfirstíganlegt verkefni.
The New Pornographers - Jessica Numbers
og af Challengers:
The New Pornographers - Myriad Harbour (tjekkaðu á þessu lagi alveg til enda)
The New Pornographers - All the Things That Go to Make Heaven and Earth
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment