Wednesday, June 6, 2007

Næst - Fórnir til regnguðanna

Sá fagri hópur sem ritar hér á þetta vefrit er á leiðinni á Glastonbury hátíðina í sumar. Ætlunin þar er að hlusta á fagra tóna og virkja innri blómabörnin í okkur. Til að hámarka ánægju okkur og vera viss um að orkustöðvar okkar fá nægilega mikla hleðslu frá Ra höfum við ákveðið að gera okkar besta í að lágmarka rigningardaga í ferðinni.

Ákveðið hefur verið að færa fórnir til regnguðsins Chaac. Chaac hefur helst áhuga á að fá blóð til fórnar eða að fá fjóra drengi til að leika froska. Við teljum þó að Chaac sé nútímamaður innst við beinið og sé bara alveg sáttur við að fá lista yfir 5 bestu regnlögin.

Chaac hress bara

2 comments:

Kristín Gróa said...

Æjjj nennið þú, Svenni og Árni samt að leika froska svona til öryggis? Það hlýtur að vera alltílæ þó þið séuð bara þrír! Við getum líka sett Krissu í buxur og hún þóst vera strákur!

Ég og Erla getum svo hlegið að öllu saman... ekki?

Krissa said...

bíddu? bíddu? BÍDDU?
afhverju þarf ÉG að þykjast vera strákur?!?! Þó ég sé ekki með long and lustrous hair og sé ekki með langar fínar neglur og sé ekki...æjjj ok...I see your point...I'll be the fourth guy :P