Friday, June 8, 2007

Topp 5 rigningarlög - Zvenni

5. Rains on me – Tom Waits

Hvert sem maður fer þá rignir alltaf á mann.

4. Kathy's Song – Simon and Garfunkel

And as I watch the drops of rain

Weave their weary paths and die

I know that I am like the rain

There but for the grace of you go I

Paul Simon syngur um efasemdir um verk sín og eigin ágæti. Allt væri í vaskinum ef væri ekki fyrir kærustuna í landi rigningarinnar.

3. Rainy Night In Soho - The Pogues

I took shelter from a shower

And I stepped into your arms

On a rainy night in Soho

The wind was whistling all its charms

We watched our friends grow up together

And we saw them as they fell

Some of them fell into Heaven

Some of them fell into Hell

Shane MacGowan hefur eflaust lent í nokkrum rigningarskúrum um ævina en rifjar hér upp einn sem endaði vel. Veltir í leiðinni fyrir sér örlögum fólksins í kring um sig. Flott lag um eitthvað, veit ekki alveg hvað, en það er flott og það rignir.

2. Tupelo – Nick Cave and the Bad Seeds

And the black rain come down

The black rain come down

The black rain come down

Water water everywhere

Where no bird can fly no fish can swim

Where no bird can fly no fish can swim

No fish can swim

Until the king is born!

Until the king is born!

In tupelo! tupelo-o-o!

Til the king is born in tupelo!

Cave syngur um vota daginn sem Elvis Aaron Presley fæddist og tvíburabróðir hans Jesse Garon dó í Tupeló. Myrk og blaut frásögn af fæðingardegi kóngsins.

1. Who´ll stop the rain - CCR

Fór á hróarskelduhátíðina 17 ára gamall með vinum mínum Árna og Sigurði Gísla. Það ringdi mikið á okkur að utan sem innan. Í mestu hellidembunni lágum við 3 sofandi í tveggja manna tjaldinu okkar er ég áttaði mig á því að Fogerty var að byrja. Ég klæddi mig í hvelli í regngallann, stígvélin og greip regnhlífina. Skildi vini mína eftir í votri gröf og hélt áleiðis að órans sviðinu.

Stóð stirður í rigningunni þegar gallabuxna- og gallajakkaklæddur hippi um fimmtugt nálgaðist mig hægt og rólega. Hann var gegnvotur með skegg og sítt hár í fléttum og minnti á Willy Nelson. Hann muldraði eitthvað á þýsku sem ég skildi ekki en tjáði mér með handabendingum að hann langaði að deila með mér regnhlífinni. Ég lagaði hana til svo það væri pláss fyrir tvo og hann skreið undir.

Gaurinn tók eftir tóma bjórglasinu mínu og hellti helmingnum úr glasinu sínu í mitt. Þarna stóðum við og horfðum á miðaldra fólk dansa við ungviði sín rennblaut undir tónum Who´ll stop the rain.

No comments: