
Seasick Steve heitir maðurinn en ég held þó að hann hafi ekki verið skýrður það. Hann er alvöru blúskall og hefur lifað blúsinn í gegnum ævina. Við 14 ára aldur fór hann að lifa á götunni og lifa á gítarnum sínum og lenda af og til í kasti við lögin.
Hann spilar flest lögin sín á gítörum sem hann er búinn að fikta eitthvað til(eða eins og við nördin segjum, modda). Hann spilar t.d. á gítar sem er bara með 3 strengi eftir á sér.Gítarinn keypti hann á of háu verði af svikulum gaur og hann lofaði að fara út um allan heim og segja öllum hversu svikinn hann var í þessum gítarkaupum. Hann notar trommuheila sem heitir "The Missisippi Drum Machine" sem er stappið í fætinum hans Steve.
Steve er svalur gaur og ég hlakka alveg ótrúlega til að sjá hann á Glastonbury. Ég hef séð nokkur vídjó af kallinum á tónleikum og ég held að hann verði alveg ótrúlega skemmtilegur. Svo er hann líka á fimmtudeginum áður en hátíðin byrjar fyrir alvöru.
Seasick Steve - Dog House Boogie
Spilandi Dog House Boogie hjá Jools Holland
Seasick Steve - Cut My Wings
1 comment:
bwahaha Seasick Steve verður æðipæði. Klárlega málið að sjá hann strax á fimmtudeginum! ;)
Post a Comment