Friday, June 1, 2007

Topp 5 guilty pleasures - Kristín Gróa

Ég var komin með nokkur af uppáhalds lögunum mínum á þennan lista en svo fannst mér þau persónulega bara of töff til að geta talist nokkur skömm (örugglega bara sjálfsblekking) þannig að þau fá að bíða betri tíma. Hér eru aftur á móti lög sem ég heyri að eru poppfroða, sykurleðja eða álíka en get samt ekki annað en hlustað. Here goes...

1. Cyndi Lauper - True Colors

You with the sad eyes
Don't be discouraged
Oh, I realize
It's hard to take courage


Þetta er reyndar eitt af alltime uppáhalds lögunum mínum og ég hef spilað það svo skammarlega oft að ég kann það orðið betur en flest uppáhalds Dylan lögin mín. Já þetta er skandall... fjárans Cyndi Lauper af öllum líka!

2. Sophie B. Hawkins - Damn I Wish I Was Your Lover

Damn I wish I was your lover
I'd rock you till the daylight comes
Make sure you are smiling and warm


Ég rakst á þetta lag um daginn þegar ég var að sanka að mér 90's lögum og það hefur verið á repeat síðan. Ég hef aldrei heyrt neitt annað frá þessari stúlkukind enda efast ég um að það sé nokkuð við mitt hæfi. Ég man hins vegar mjög greinilega eftir því að hafa séð myndbandið á VH1 úti í Rússlandi þegar ég lá veik með ekkert nema 60 rússneskumælandi stöðvar til að horfa á! Haha good times.

3. Toni Basil - Hey Mickey

Oh Mickey, what a pity
You don't understand
You take me by the heart
When you take me by the hand


Þetta lager nú orðið hálfgert cult classic og það muna auðvitað allir eftir hey mickey senunni úr Wayne's World svo kannski er engin svakaleg skömm að fíla þetta. Þetta er samt alveg ferlega hallærislegt lag en um leið svo catchy og ýkt að það er erfitt að standast það.

4. Kylie Minogue - In Your Eyes

It's in your eyes
I can tell what you're thinking
My heart is sinking too


Ég keypti "Ultimate Kylie" safndiskinn þegar ég var síðast í Ástralíu enda fannst mér það alveg við hæfi að hlusta á þjóðarstoltið þegar ég keyrði um sveitir Suður Ástralíu. Það endaði fljótlega þannig að í hvert skipti sem ég settist í bílinn spilaði ég þetta lag tvisvar og setti svo Augie March diskinn í enda Kylie í heild aðeins of sykursæt fyrir mig. Þetta lag er bara fullkomið popp og það er alveg æði að hlusta á það þegar maður keyrir um í sólskininu.

5. Janet Jackson - Again

I come from a place that hurts
And God knows how I've cried
And I never want to return
Never fall again


Já þetta er Janet Jackson og já þetta er viðbjóðslega væmin ballaða en ég get ekki að þessu gert! Ég tengi þetta eitthvað við íslenska listann á Bylgjunni sem ég hlustaði samviskusamlega á þegar ég var 12 ára í þeirri von um að heyra skemmtileg lög til að taka upp á kassettu. Those were the days my friend....

No comments: