Friday, June 1, 2007

Topp 5 Guilty Pleasures - Vignir

Munið... ekki dæma mig. Ég er í alvöru fínn kall

1. Justin Timberlake - Like I Love You

Það var svo auðvelt að hata þetta lag.
  • Krullaði gaurinn úr N'Sync ætlaði að verða sólóstjarna
  • Hann söng eins og stelpa
  • Hann dansaði í gegnum allt myndbandið
  • Hann var krullaður
  • og svo það besta: Hann tók alveg (rosalegt!) móment þegar það kom break í laginu og hann syngur: "You know, I used to dream about this when I was a little boy"
En það var bara einn galli á þessu: Lagið var fokking gott!
Ég var í miklu sálarstríði á þessum tíma. Ég gat ekki hlustað á lagið og kinkað kolli eins og að mér fyndist það gott heldur varð að fussa yfir laginunni og humma með inn í hausnum. Svo héldu bara áfram að koma út fleiri góð lög með gerpinu og ég fattaði að Justin væri bara alveg fínn gaur og væri að þora að gera það sem Michael Jackson þorði að gera í gamla dag. Gera gott popp og syngja eins og stelpa.

Þegar seinni platan kom svo út þá þorði ég að koma út úr skápnum sem Justin aðdáandi og fór m.a.s. á tónleika með honum á dögunum og skemmti mér konunglega. Ekki jafnvel og stelpurnar sem sátu við hliðina á mér og voru svo miklu meira skotnar í honum en ég.

2. Amerie - 1 Thing
Ég átti mjög erfitt með þetta lag. Voðalega mikil R&B lykt af söngkonunni. Myndbandið var týpískt bootie-shaking myndband. En ég var síðan alveg ótrúlega skotinn í taktinum í laginu og stalst alloft í að hlusta á það.

3. Nelly Furtado - Say It Right(ft. Timbaland)
Mér finnst þetta lag bara ógeðslega flott og takturinn vera alveg geðveikur. Timbaland er minn maður.

4. Linkin Park - Faint
Ég veit að Linkin Park er Musical Travesty. En af einhverjum ástæðum finnst mér þetta gott lag (ef maður bara sleppir því að hlusta á textann).

5. Madonna - Like A Prayer
Mér á ekki að finnast þetta lag eða hvaða lag sem er með Madonnu vera gott. En það er eitthvað svo óttalega mikið drama í þessu lagi og svo er held ég rosaleg nostalgía í mér yfir myndbandinu eða eitthvað.

No comments: