Já, enn styttist í Glastó og ég ætla að segja aðeins frá einum kappa sem ætlar að spila á Glastonbury og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar!
Seasick Steve heitir maðurinn en ég held þó að hann hafi ekki verið skýrður það. Hann er alvöru blúskall og hefur lifað blúsinn í gegnum ævina. Við 14 ára aldur fór hann að lifa á götunni og lifa á gítarnum sínum og lenda af og til í kasti við lögin.
Hann spilar flest lögin sín á gítörum sem hann er búinn að fikta eitthvað til(eða eins og við nördin segjum, modda). Hann spilar t.d. á gítar sem er bara með 3 strengi eftir á sér.Gítarinn keypti hann á of háu verði af svikulum gaur og hann lofaði að fara út um allan heim og segja öllum hversu svikinn hann var í þessum gítarkaupum. Hann notar trommuheila sem heitir "The Missisippi Drum Machine" sem er stappið í fætinum hans Steve.
Steve er svalur gaur og ég hlakka alveg ótrúlega til að sjá hann á Glastonbury. Ég hef séð nokkur vídjó af kallinum á tónleikum og ég held að hann verði alveg ótrúlega skemmtilegur. Svo er hann líka á fimmtudeginum áður en hátíðin byrjar fyrir alvöru.
Seasick Steve - Dog House Boogie
Spilandi Dog House Boogie hjá Jools Holland
Seasick Steve - Cut My Wings
Spilandi Cut My Wings á festivali í Skotlandi
Tuesday, June 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
bwahaha Seasick Steve verður æðipæði. Klárlega málið að sjá hann strax á fimmtudeginum! ;)
Post a Comment