Wednesday, January 16, 2008

Eels


Í gær kom út í Bandaríkjunum alveg svakalegur pakki frá nánast-eins-manns-sveitinni Eels. Best of diskurinn Meet the Eels: Essential Eels 1996-2006, Vol. 1 sem inniheldur 24 lög og auka DVD disk og tvöfaldi rarities diskurinn Useless Trinkets: B Sides, Soundtracks, Rarities and Unreleased 1996-2007 sem inniheldur hvorki meira né minna en 50 lög og auka DVD disk. Craziness. Ég efast nú reyndar alveg stórlega um að ég fjárfesti í þessum diskum, einfaldlega þar sem ég á allar Eels plöturnar og er ekki mikið rarities frík. Hinsvegar er fyrrnefndi diskurinn auðvitað alveg frábær kynning á Eels fyrir þá sem þekkja lítið sem ekkert til sveitarinnar og sá síðarnefndi alveg nauðsynlegur fyrir hardcore Eels aðdáendur.

Eels - Climbing To The Moon af Electro-Shock Blues
Eels - Railroad Man af Blinking Lights And Other Revelations
Eels - Can't Help Falling In Love af Useless Trinkets...

Eels á MySpace

1 comment:

Vignir Hafsteinsson said...

Ég má til með að smella link á Last stop, this town sem er, held ég, bara uppáhalds Eels lagið mitt.

Svo minni ég líka á myndbandið sem er snilld