Stars of Track and Field (af If You're Feeling Sinister) - Belle & Sebastian
Blankur í köben án kennitölu í leit að vinnu. Flakkaði um í strætó nartandi í samloku með spægipylsu sem var uppistaða fæðunnar þann mánuðinn og hlustaði á þessa plötu. Góð plata að hlusta á er framtíðin virkar óráðin og ögn ískyggileg.
De Smukke Unge Mennesker - Kim Larsen
Er átta ára í fjölskylduteiti til heiður Millu frænku frá Esbjerg. Bláar öldósir, danskir ostar, Kim Larsen á fóninum og allir yfir þrítugu blístrandi og syngjandi á framandi tungumáli.
Song 2 - Blur
Hálfharðnaður táningur með árna, skara og gísla á fyrstu æfingunni í bílskúr í klausturhvamminum. Ýmislegt reynt en Song 2 var það eina sem hljómaði ögn skiljanlega. Mikill kraftur og bjartsýni í loftinu.
Twist and Shout - Bítlarnir
Hef ekki verið meira en sex ára er við bræðurnir uppgötvuðum þetta lag en þá komust bítlarnir í uppáhald ásamt Fyrr má nú aldeilis fyrrvera með Halla & Ladda. Magnaðir tímar.
Perfect Day - Lou Reed
Upplifði ánægjulegan vetrardag í Berlín með samleigjendum mínum.
Mölluðum sangríu sem var drukkin í garði, gáfum dýrum að éta, fórum í bíó og svo heim og hlustuðum á Transformer.
Fínn dagur.
Friday, January 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment