Friday, January 25, 2008

Topp 5 nostalgíulög - Krissa

5. Underworld - Born Slippy

Ég man ennþá eftir að hafa keypt smáskífuna með þessu lagi í sumarfríi úti í Englandi hlustað á hana u.þ.b. 24/7 restina af fríinu. Ég man eftir að hafa legið með headphones yfir hausnum og hlustað aftur og aftur og náð textanum. Ég man líka hversu glöð ég varð alltaf þegar myndbandið kom á MTV á nóttunni. Og ennþá glaðari þegar ég dró tólf ára systur mína á Trainspotting þegar hún kom í bíó og lagið hljómaði undir endaatriðinu! Ég fæ ennþá alltaf kjánaglott út að eyrum þegar ég heyri þetta lag og langar að vera smástelpuskotin í Johnny Lee Miller og Ewan McGregor, horfa á Trainspotting á repeat á VHS, langar í fjölskyldufrí til Englands...og bara almennt að vera 14 ára aftur.

4. Nirvana - Love Buzz

Vá nostalgía! Í hvert skipti sem ég heyri þetta lag dett ég aftur í að vera ástfanginn 10. bekkingur, hangandi öllum stundum með kærastanum, hlustandi á Bleach. Þetta er ennþá eitt af uppáhalds Nirvana lögunum mínum.

3. The Cure - Boys Don't Cry

Fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa heyrt með The Cure. Ég var örugglega bara pínulítil og heyrði það í útvarpinu heima eða eitthvað en það hefur greinilega setið í mér því alltaf þegar ég heyri þetta lag fæ ég óstjórnlega löngun til að dansa og syngja með og vera almennt eins og ófeiminn krakki :)

2. Dire Straits - Walk of Life

Stóri bróðir tók út eitthvað æði fyrir Brothers in Arms þegar ég var bara pons þannig að ég var alltaf að hlusta með. Mér finnst Walk of Life pínu vera lag okkar systkinanna þannig að ég verð alltaf sjálfkrafa glöð þegar ég heyri það. Svo skemmir ekki fyrir að videoið við lagið er 80s hallærislegt út í hið óendanlega! :)

1. Client feat. Carl Bârat - Pornography

Þetta er eitt af lögunum okkar Kristínar. Þetta er lag ársins 2005, árið sem við vorum saman öllum stundum, árið sem við vorum munaðarlausar um páskana en héldum þá hátíðlega saman á gömlu Freyjunni uppdressaðar yfir indverskum mat, árið sem við uppgötvuðum frosnar margarítur, árið sem við fórum fyrst á Glastonbury og vonuðum að Carl myndi hoppa upp á svið með Client, árið sem við áttum fullkomna túristahelgi í höfuðborg Íslands, árið sem við fórum í roadtrip til Ísafjarðar, árið sem við bjuggum til eldrauðan varalit og fórum svo uppdressaðar á 11una (af öllum stöðum) að sjaldan hefur annað eins sést...þetta lag stendur fyrir góða tíma og frábæra stelpu.

4 comments:

Kristín Gróa said...

Úff 2005 var svo gott ár að ég fæ alveg fiðring í magann þegar þú lýsir því! Það var alltaf svo gaman hjá okkur að það hálfa hefði verið nóg :D

Krissa said...

Ég veit maur! If there was such a thing as 'too much fun'... :P

Legg til að júlí-des 2008 verði eins, um leið og ég kem heim! :)

Annars eru bara 6 dagar í Glasto skráningu ;)

Erla Þóra said...

Looking back þá er svo ekki sniðugt að fara 12 ára í bíó á Trainspotting. Ég meina, ég var actually það lítil að ég var gjörsamlega starstruck því að Stebbi Hilmars sat rétt hjá okkur. Hvað segir það um þroska minn at the time ;)

En auðvitað fannst mér ekkert að þessu þá :)

Krissa said...

Haha, held þér hafi ekkert orðið meint af þessu...ég meina, það rættist alveg úr þér! ;P