5. Blur - Yuko & Hiro
Lag af hinni vanmetnu plötu The Great Escape sem ég gleypti í mig á unglingsárunum, nýbúin að uppgötva Blur og yfir mig ástfangin af Damon Albarn. Þetta var fyrsta lagið sem ég pikkaði sjálf upp á píanóinu og ég spilaði það svo oft að mér finnst ég vera aftur fjórtán þegar ég heyri þetta.

4. Pixies - U-Mass
Ég var í hljómsveit á framhaldsskólaárunum og við komum einu sinni fram á kaffihúsakvöldi í skólanum. Ég sá um að lemja kúabjölluna í þessu lagi og fannst ég standa mig nokkuð vel. Það var ekki fyrr en eftir á að einhver sagði mér að ég hefði staðið á bak við sviðstjaldið og það eina sem sást var kúabjallan og einhver dularfull hendi sem sló á hana. Ég fæ enn smá kjánahroll þegar ég heyri þetta lag.

3. Desmond Dekker - The Israelites
Ég á svo ótrúlega sterka minningu um þetta lag frá Glastonbury 2005. Ég og Krissa vorum að þvælast um markaðssvæðið, hundleiðar á því að vaða drulluna upp að hnjám þegar við ákváðum að skoða inn í einn básinn. Um leið og við stigum inn byrjaði þetta lag að spilast og innan skamms voru allir í búðinni farnir að dilla sér og brosa til hvors annars. Ég man ég hugsaði "ég er á fokking glastonbury... hverjum er ekki sama um smá drullu?".

2. Neil Young - Only Love Can Break Your Heart
Minnir mig á háskólaárin og þá sérstaklega þegar ég var að læra undir tölfræðipróf heima hjá bróður mínum og setti After The Goldrush af rælni í spilarann til að reyna að lina þjáningarnar. Ég hef verið heltekin af Neil Young síðan.

1. Nouvelle Vague - Too Drunk To Fuck
Ég bakka um sirka þrjú ár í hvert skipti sem ég heyri þetta lag. Ég og Krissa vorum alltaf á gömlu Freyjunni fyrir djamm (sem var frekar oft) og áður en við fórum út var skylda að hlusta á þetta og Pornography með Client. Rosalega margar margarítur og rosalega mikið af góðri tónlist... þetta var æðislegur tími.
3 comments:
Ojjj hvað mig langar í Freyjugötudjamm núna!!! Svona oldschool með frosnum margarítum, Nouvelle Vague, fullt fullt af 'Good Old Days', fullt af fataskiptum og kjólum og gleyma svo óvart að fara niður í bæ því 'það var bara svo gaman heima'. Taka þann pakka í apríl? ;)
Og shit, þegar ég setti Desmond Dekker á fór ég í nostalgíukast dauðans! Reyndar líka yfir Blur. Við megum ekkert eiga bara sömu nostalgíurnar! Ég reyndar var aldrei skotin í Damon...en hrikalega skotin í Alex og svo Graham þannig að það er nokkurn veginn on par ;P
Og já, getum við líka skráð okkur til að kaupa miða á Glasto? Mig langar svooo :'(
We can an we will krúsí! Ég var einmitt að spá í það þegar ég var að gera listann að við eigum einmitt sömu nostalgíurnar því það eru svo mörg lög sem minna mig á eitthvað sem við vorum að gera saman. Tengi bara alveg geðveikt mikið af góðri tónlist við þig... sem er ekki slæmt! :)
Post a Comment