Tuesday, January 22, 2008
Hot Chip
Knáu Bretarnir í Hot Chip eru að fara að gefa út sína þriðju breiðskífu 4. febrúar næstkomandi. Platan kemur til með að heita Made In The Dark og ég er bara orðin ansi spennt fyrir að heyra hana. Það sem ég hef heyrt lofar góðu þó ég eigi aðeins eftir að melta það almennilega en það er svo sem lítið að marka fyrr en maður heyrir gripinn í heild. Ekki nóg með að þeir séu að gefa út nýja plötu heldur hefur veraldarvefurinn verið gjörsamlega morandi í remixum og coverum eftir þá upp á síðkastið (Caribou, Ladytron, Junior Boys, !!!, QOTSA, Scissor Sisters, Gorillaz, Amy Winehouse...) sem eru sum hver bara skrambi flott. Mér finnst coverið á Matthew Dear laginu Don And Sherri sérstaklega vel heppnað og mæli alveg með því.
Hot Chip - Made In The Dark af Made In The Dark
Hot Chip - One Pure Thought af Made In The Dark
Hot Chip - Don and Sherri (Matthew Dear Cover)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment