
Áður en við segjum endanlega skilið við árið 2007 ætlum við að taka lokauppgjör á föstudaginn þar sem við tjáum okkur um það sem rúmaðist ekki á topp 5 lög/plötur ársins upptalningunni. Þetta er í raun einfalt því hvert okkar svarar einfaldlega eftirfarandi spurningum:
1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
5. Hver er bjartasta vonin?
6. Bónusspurning að eigin vali.
Eftir þetta erum við hætt að líta til baka og breiðum faðminn út á móti árinu 2008!
No comments:
Post a Comment