Já, lesandi góður.
Ég ætla að biðja þig um að gera mér greiða. Þú ert þó í raun að gera sjálfum og sjálfri þér greiða í alvörunni.
Keyrðu upp þinn uppáhalds tónlistarspilara(alveg sama hvern, ég sjálfur nota iTunes og get alveg mælt með honum). Finndu lagið Magic Hour með dEUS af plötunni The Ideal Crash. Ef að þú átt ekki lagið þá skaltu sækja það hér. Dokaðu nú aftur augunum og hlustaðu á þetta lag og leyfðu því að hreyfa þig og ýta við þér. Ef þú ert ekki í aðstöðu til þess að doka aftur augunum, t.d. ef þú ert að vinna einhvers konar skrifstofuvinnu þá geturðu opnað einhvern mikilvægan e-mail og horft á hvíta plássið milli línanna, þá lítur það út eins og að þú sért að lesa.
P.S.
Skrúðgangan í Breiðholti hefur verið að tala um Elvis Perkins oftar en einu sinni. Lagið 'While You Were Sleeping' bara að detta inn hjá mér í þessari viku og finnst mér það vera bilaðslega gott og ég mæli eindregið með því að þú kíkir á það.
Elvis Perkins in Dearland - While You Were Sleeping
Kallarnir hjá David Letterman
Thursday, January 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
While you were sleeping er svo flott. Krissa laumaði því (og þó nokkrum öðrum Perkins-perlum) í undirmeðvitundina mína fyrir þó nokkru síðan. Sagði mér svo hugsunina bakvið textann einhverntíman seinna sem gerir lagið enn flottara að mínu mati.
More Elvis! ;)
jááá merkilegt ég hélt ég hefði leyft Vigni að heyra þetta síðasta sumar...oh well ;P
Ég var ekki jafn smitten af plötunni í heild sinni hinsvegar. Fín lög inn á milli en heildin greip mig ekki :/
Post a Comment