Thursday, January 3, 2008

Jens Lekman & of Montreal

Færslan í gær var tileinkuð Árna en í dag fær minn fyrrverandi þann vafasama heiður að fá lög sér til höfuðs. Lögin eru bæði ábreiður og bæði flutt af artistum sem gerðu með allra bestu plötum sem komu út á árinu.



Það fyrra er alveg hreint út sagt yndisleg útgáfa af Paul Simon laginu You Can Call Me Al í flutningi sænska melankólíukóngsins Jens Lekman. Hann tekur það að sjálfsögðu í tregafullri útgáfu og gerir það þannig að sínu.

Jens Lekman - You Can Call Me Al (Paul Simon Cover)




Seinna lagið er svo 80's anthem dauðans í flutningi glampopparanna í of Montreal. Dálítið hrá live útgáfa þar sem áhorfendur syngja með hverju orði en það er bara skemmtilegra. Zven þessi eru fyrir þig ;)

of Montreal - Don't Stop Believin' (Journey Cover)

No comments: