Friday, January 18, 2008

Topp 5 lög til að þrífa við - Krissa

Að mínu mati þurfa góð 'þrifalög' helst að:
  • vera frekar upbeat
  • vera þannig að maður gleymi alveg stað og stund
  • vera tiltölulega stutt (ef þau eru of löng gæti maður allt í einu dottið aftur í raunveruleikann og fattað að maður er ekkert að gera neitt skemmtilegt í alvörunni, maður er bara að þrífa)!
Lögin fimm hér að neðan uppfylla þessi skilyrði svona nokkurn veginn. Ég get ekki fyrir nokkra muni raðað þeim í röð eftir því hversu góð þau eru. Hins vegar er crucial atriði að raða þeim upp þannig að þau stuðli að frábærum þrifum (*hóst* *hóst*). Þetta er bara eins og að búa til mixtape, það þýðir ekkert að hrúga lögunum inn hvernig sem er, það þarf að pæla í röðinni ;)

So, voila, hérna eru nákvæmlega 16,7 mínútur af úthugsaðri þrifatónlist. Clean clean clean away...



Chemical Brothers - Setting Sun
Ég er alveg obsessive compulsive yfir að allt þurfi að vera hreint...og á sínum stað...og að allt sé hornrétt...og...svo er ég líka alveg sjúúúklega löt að þrífa! Þetta er, eins og gefur að skilja, alveg hræðileg blanda!
Þar af leiðandi þarf ég eitthvað svakalegt til að koma mér af stað. Eitthvað eins og óendanlega drífandi taktinn í Setting Sun! Ég gæti klárlega verið komin á fullt eftir fyrstu hálfu mínútuna.



The Zutons - Dirty Dancehall
Í beinu framhaldi þarf eitthvað upbeat sem verður til þess að maður getur ímyndað sér að maður sé alveg jafn svalur og Abi Harding og einhvers staðar allt annars staðar, dancing the night away, án þess þó að slaka á í þrifunum!



The Wintermitts - This City
Aðeins rólegra, maður má nú ekki ofgera sér :) Ótrúlega auðveldur endurtekinn texti svo maður getur strax sungið með...og dáðst að letilegri og flottri röddinni...



The Avett Brothers - Matrimony
Klárlega hægt að gleyma sér fullkomlega í 2 mínútur og 50 sekúndur. Ímynda sér að maður sé kominn niður til North Carolina, sé á einhverju sveitó balli með banjói og fiðlum dansandi hoe-down eins og vitleysingur. Gerist ekkert betra!!!


Frank Sinatra - I Won't Dance
Svo þarf maður á endanum að róa sig aðeins niður. Þegar maður er alveg að verða búinn, er bara svona rétt að strjúka af og er farinn að hlakka til að koma sér þægilega fyrir á sófanum með tebolla og góða bók...þá er Sinatra fullkominn! Maður getur þá dillað sér og sungið með, jafnvel tekið nokkra snúninga, og verið óendanlega sáttur við sjálfan sig! Fullkominn endir :)

No comments: