1. Hverjir voru bestu tónleikar sem þú sást á árinu?
Get ekki fyrir nokkra muni gert upp á milli Arcade Fire á Glastonbury, Beirut á Glastonbury, Justin Timberlake í Bercy og Man Man í Bowery Ballroom alveg í byrjun ársins :)
The Arcade Fire - No Cars Go
Beirut - Forks and Knives (La Fête)
Justin Timberlake - What Goes Around (Comes Around)
Man Man - Engwish Bwudd
2. Hvaða gamalt dót uppgötvaðir þú á árinu?
Lítið um nýjar uppgötvanir á gömlu dóti, meira svona enduruppgötvanir. Kid A , You Forgot It In People og Broken Social Scene með Broken Social Scene og u.þ.b. allt gamla Belle&Sebastian dótið rataði ansi oft á playlistann.
Radiohead - Everything In Its Right Place
Broken Social Scene - 7/4 (Shoreline)
Belle&Sebastian - Expectations
3. Hver voru mestu vonbrigði ársins?
Vá, mér dettur svo ekkert í hug. Jesus Christ Superstar var mjög flott en ekki jafn flott og ég hélt. Svo var frekar svekkjandi að Beirut kæmi ekki á Airwaves...
4. Hverju ætlaðirðu alltaf að tékka á á árinu en trassaðir?
Dizzee Rascal plötunni sem kom út á árinu og M.I.A. Ekki hugmynd afhverju, ætlaði alltaf að hlusta meira á en það bara einhvern veginn...gleymdist eða eitthvað.
Dizzee Rascal - Sirens
M.I.A. - Bamboo Banger
5. Hver er bjartasta vonin?
Örugglega frekar ömurlegt val þar sem maðurinn er þegar búinn að gefa út 2 plötur og báðum var vel tekið EN ég segi það bara samt: Beirut! :)
6. Bónusspurning að eigin vali.
Hvaða hljóðfærum féllstu fyrir á árinu?
Dúddi DÚDDI! Ég held bara að allt sem ég hlustaði á árið 2007 hafi innihaldið harmonikku eða einhvers konar brass tilhneigingu...nú eða bæði. Styð það heilshugar :)
Sunday, January 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment