Wednesday, January 23, 2008
Illinois & Keren Ann
Ég hef verið á leiðinni að skrifa um hljómsveitina Illinois í margar vikur en svo gleymi ég því alltaf og skrifa bara um eitthvað annað. Þessi sveit samanstendur sem sagt af fjórum gaurum sem eru ekkert frá Illinois heldur Pennsylvaníu og spila indírokk. Þeir gáfu út EP plötuna What The Hell Do I Know? á síðasta ári og þó þetta sé kannski ekkert groundbreaking frumlegt þá fíla ég það.
Illinois - Alone Again
Illinois - Screendor
Illinois á MySpace
Úr því ég er byrjuð þá er ekki úr vegi að minnast á söngkonuna Keren Ann sem við þekkjum kannski sem samstarfskonu Barða Jóhannssonar í Lady & Bird. Ég kann svo sem ekki mikil deili á stúlkunni en hún gaf út plötuna Keren Ann í fyrra og þar má finna lagið Lay Your Head Down sem er ansi huggulegt og með klappi sem skemmir sjaldan fyrir.
Keren Ann - Lay Your Head Down
Keren Ann á MySpace
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Jeijj Keren Ann! Hún er að koma að spila hérna. Man ekki hvort það er í feb eða mars, vonandi mars, þegar þú verður hjá okkur :)
Post a Comment