Burtséð frá smekk og gæðum hefur ólík tónlist mismunandi áhrif á mannveruna. Þegar ég var krakki spilaði kennarinn minn klassíska tónlist í kennslustofunni á mánudagsmorgnum til að róa bekkinn niður. Ég gæti vel trúað að það sé eitthvað til í því.
En þegar á að taka til hendinni held ég að taktfastari og meira ögrandi músík hjálpi.
Kick It - Peaches og Iggy Pop
Hresst lag til að komast í ham.
Sugar - System of a Down
Drifkraftur, hasar og læti. Gott á erfiða bletti.
Hyper Cleaner- Cleaning Women
Finnarnir í Cleaning Women með hljóðfæri búin til úr þvottagrindum, vírum og alls kyns smádóti sem kemur í ljós við góða tiltekt.
Skítapakk - Dr. Spock
Öskrar á að heimilið sé tekið í gegn.
100% - Sonic Youth
Gott band til að ryksuga við. Suguvælið passar líka ágætlega við surgleik bandsins.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment