Röðin í þessum lista er að þessu sinni sjálfsævisöguleg :)
5.Dire Straits - So Far Awa
Ég sagði seinast að þetta hefði verið uppáhalds platan hans pabba míns á 9. áratugnum. Alltaf þegar ég heyri einhver lög af þessari plötu þá minnir það mig strax á það að vera lítill og hangsa eitthvað með pabba. Sitja í jeppanum hans á meðan hann reifst við verkstjóra og eftirlitsmenn. Good times :)
4.Michael Jackson - Smooth Criminal
Þetta var besta lag í heimi þegar ég var lítill. Mér var svo alvara með það hvað mér fannst þetta vera gott lag að ég setti þetta sem 'uppáhalds lagið mitt' í skóladagbókinni minni.
3.Guns n Roses - Live And Let Die
Þegar ég heyri einhver lög frá Guns n' Roses hugsa ég til þess að hafa verið með þetta á fullu blasti í stofunni með Ísleifi frænda og spilandi með á tennisspaða, ryksugustöng eða eitthvað sem mögulega gat notast sem gítar.
2.Tricky - Overcome
Þegar ég heyri Maxinquaye plötuna þá fæ ég alltaf nett nostalgíukast eftir Kópavoginum og húsinu okkar þar. Þetta minnir mig á seinustu árin í grunnskólanum og fyrstu árin í framhaldsskóla. Umbrotsár í lífi hvers manns.
1.Godspeed You! Black Emperor - Moya
Godspeed mun alltaf minna mig á Kvennaskólaárin mín. Þarna byrjaði maður að grafa aðeins meira eftir tónlistinni sem maður var að hlusta á. Napster kom á svæðið og maður hlustaði á fullt af tónlistarstefnum sem maður vissi ekki einu sinni að væru til. Ef ég hefði átt skóladagbókina enn á þessum tíma hefði ég sett Godspeed sem 'uppáhalds hljómsveitin mín.
Friday, January 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment