5. Of Montreal - Hissing Fauna, Are You The Destroyer?
Of Montreal mæta með alveg frábæra poppóperu full af ótrúlega flottum lagasmíðum og skemmtilegum textum. Er Kevin Barnes Brian Wilson-inn okkar? Uppsetningin á plötunni er skemmtileg og maður fær dálitla A-hlið, B-hlið tilfinningu af henni þar sem að The Past is a Grotesque Animal skiptir henni og maður fær góða upplifun af plötunni í heild sinni.
Suffer for Fashion
Heimdalsgate Like a Promothean Curse
4. Battles - Mirrored
Hálfgerða súpergrúppan Battles var búin að gefa út nokkrar EP plötur árið 2006 áður en þeir mættu á svæðið með fyrstu plötuna sína, Mirrored. Klárlega besta debut plata ársins! Drengirnir eru alveg rosalega þéttir og ná að blanda saman rokkinu og elektró-inu betur en margar hljómsveitir sem hafa eytt allri starfsævi sinni í að reyna. Meðlimir hljómsveitarinnar eru hver öðrum betri en trommarinn John Stanier er, að mínu mati, lykillinn að ráðgátunni. Ótrúlega sterkur trommuleikur á plötunni sem jarðtengir alla og bætir náttúru við alla vírana og tæknina.
Atlas
Tonto
3. The National - Boxer
Einfaldlega frábær rokkplata. Hér er ekkert verið að flækja hlutina, bara rokk, stundum skreytt með strengjum og í mesta lagi smá brassi. Platan byrjar á einu besta lagi ársins, Fake Empire, og píanóstefið og letileg rödd grípur mann. Þessi rödd heldur manni síðan í gegnum alla plötuna sem hefur varla feilpunkt. Nokkuð mellow plata sem virkar vel við flest öll tækifæri, í bílnum, í vinnunni eða í keli með kærustunni.
Fake Empire
Ada
2. Arcade Fire - Neon Bible
Arcade Fire fengu þau hlutskipti að þurfa að gefa út þá plötu sem beðið var mest eftir á árinu. Frumburðurinn, Funeral, er klárlega ein besta plata þessa áratugar og því var víst að það var mikil pressa á mannskapnum. Þetta virtist samt ekki hafa nein áhrif á þau. Þau skelltu sér bara í kirkju til að taka upp plötuna og pródúseruðu sjálf (virkaði fyrir Mugison, ekki satt?). Þegar platan loksins kom og ég hlustaði á hana í fyrsta skipti, þá var ég pínu svekktur. En platan fékk fleiri tækifæri og vann á og verður betri í hvert sinn sem maður heyrir hana. Sándið er orðið aðeins stærra, stallurinn sem hljómsveitin situr á er hærri og predikunin meiri.
Platan er ekki eins góð og Funeral og er það bara alveg allt í lagi. Ef að þau halda áfram að gera svona plötur þá er ferillinn tryggður.
1. Radiohead - In Rainbows
Radiohead áttu eitt rosalegasta stunt ársins þegar þeir dömpuðu á okkur plötu, öllum að óvörum, og maður réð hvað maður borgaði fyrir hana?!? Stærsta "relevant"(Prince er cool og allt það) bandið sem hafði gert þetta. Mikið var rætt um framtíð tónlistarútgáfu og hvert allt væri að stefna. Eru útgáfufyrirtækin dauð? Er Radiohead að fara á hausinn og skipta um kennitölu? Gera allir þetta í framtíðinni? Hvað var fólk að borga? Mun fólk kaupa diskinn líka út í búð? Við getum ekki svarað þessum spurningum núna en víst er að þetta var mjög flott múv sem gæti endað í sögunni sem vendipunktur milli gamla tónlistarheimsins og nýja heimsins? Eða kannski ekki, ég er enginn fokkings sagnfræðingur.
En mér fannst mikið meira rætt um högun útgáfu plötunnar heldur en plötuna sjálfa. Þetta er nefnilega besta plata Radiohead síðan að Kid A kom út. Á þessari plötu eru þeir loksins búnir að finna hvar þeir vilja vera, að mínu mati. Ef að maður lítur á Kid A sem plötu þar sem að hljómsveitin var öll brotin upp, þá er In Rainbows platan þar sem að hlutirnir eru allir komnir saman aftur, í annarri mynd en upphaflega. Þetta er platan sem að Hail to the Thief náði ekki alveg að vera. Hérna er hljómsveit sem er búin að vera starfandi í næstum 20 ár og er enn að gefa út bestu lögin sín: All I Need, Reckoner, Bodysnatchers, þetta er með því besta sem Oxford drengirnir hafa gefið út.
Það er ekki að finna feilnótu á þessari plötu. Hún byrjar á rafræna taktinu í 15 Step, stuðið heldur áfram í Bodysnatchers og áður en maður veit af er verið að loka plötunni með hinu fallega Videotape. Plata ársins!
Bodysnatchers
Reckoner
Það sem sat út fyrir:
Beirut - The Flying Club Cup
Daft Punk - Alive 2007
Klaxons - Myths of the Near Future
M.I.A. - Kala
Mugison - Mugiboogie
Okkervil River - Stage Names
P.S. Linkarnir koma inn seinna, uploadið er hægt
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment