Hann Erlingur er tölvunarfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík og er að nemast með henni Krissu. Hann er frá Keflavík en er þrátt fyrir það rosalega fínn gaur. Við Krissa tjekkuðum hvort að hann vildi vera með í lista vikunnar og hann var fljótur að segja já. Hér er listinn hans:
Ég er einmitt í þeim hóp að ég verð að hafa tónlist á meðan að ég er að sinna einhverri forritunarvinnu, algjör must. Því minni
söngur sem er í laginu því betra, en það er aldeilis engin regla. Þessi listi er aðallega lög sem hafa verið í uppáhaldi seinasta árið
því ég breyti stundum alveg um forritunartónlistarsmekk. Eitt árið var það næstum eingöngu klassísk tónlist, annað árið eingöngu
rokk og svo framvegis. Þessi listi er því aðallega lög sem ég hef verið að hlusta mikið á seinasta árið eða svo.
1. You infamous harp - Lightfall
Það var fyrir hreina tilviljun að ég fann þetta lag (eða frekar disk) en hann fær eitthvað svo rosalega á mig. Þetta er víst
eitthvað sem hefur verið gefið nafnið "glitch-hop" eða eitthvað þvíumlíkt. Það eru alls ekki öll lög að gera sig á þessum disk
en þetta finnst mér alveg standa upp úr. Ég mæli hinsvegar með því að hlusta á allan diskinn í einu, helst með heyrnartólum
og reyna að taka vel eftir textanum. Fyrsta skipti sem ég hef fengið gæsahúð út um allan líkama með því einu að hlusta
á tónlist. Hægt er að nálgast alla plötuna þeirra hér (http://www.extlabs.com/yourinfamousharp/ ) en þeir ákváðu að leyfa fólki að hlusta eins mikið á plötuna og það vill á netinu. Það virðist sem að fleiri og fleiri tónlistarmenn séu að gera þetta (sbr. Radiohead) og ég verð að segja að mér finnst það frábært. T.d. hefði ég örugglega aldrei heyrt hversu góð lög þeir geta gert ef ekki hefði verið fyrir þetta framtak þeirra.
2. Björk - Hunter
Það er eitthvað svo hypnótískt við þetta lag. Hvort það er frábæri bassinn, hvernig fiðlurnar spila inní eða eitthvað annað veit ég
ekki. En eitthvað er það sem gerir það að verkum að ég einfaldlega verð að spila þetta lag, alveg sérstaklega til að
koma mér í gírinn. Einkar gott byrjunarlag.
3. Sufjan Stevens - Jacksonville
Það vill nefninlega svo skemmtilega til að það var hún Krissa sem kom mér inná Sufjan Stevens. Síðan þá hefur
hann ekki vantað meðan ég hef gert eitthvað forritunartengd. Alveg ótrúlega skemmtilegur "flautu/eitthvað" taktur
sem virkilega kemur manni í skapið.
4. The Prodigy - Breathe
Langt langt síðan að ég heyrði fyrst í Prodigy og þeir eiga alltaf svona skeið hjá mér. Þ.e.a.s. ég tek mig til og get
hlustað á þá alveg helling í smá tíma en síðan kemur löng pása. Og svo aftur nokkrar vikur og svo löng pása.
Og svo framvegis.
5. Radiohead - Everything in its right place
Ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum og ég einmitt náði í nýju plötuna þeirra á netinu og borgaði 0kr fyrir. Eftir að
ég hlustaði á plötuna fannst mér hún góð en kannski á ég eftir að venjast henni aðeins. Ég ætla að gefa henni aðeins meiri
tíma og svo fara aftur og kaupa hana á því verði sem mér finnst hæfa. Ótrúlega gott framtak hjá Radiohead sem algjörlega
setti þá á toppinn aftur hjá mér. Ekki skemmdi þetta fyrir heldur.
Honorable mentions:
* Air
* Aphex Twin
* Chemical Brothers
* Moby
* Daft Punk
* Massive Attack
* Portishead
* David Gray
* FC Kahuna
* Boards of Canada
* Ol' Blue Eyes
* Sigur Rós
* Thomas Newman
Tuesday, October 30, 2007
Saturday, October 27, 2007
Topp 5 forritunarlög - Vignir
Þessi listi hittir aldeilis nálægt hjartastað. Þar sem að ég forrita flesta daga og hlusta á tónlist þá myndi maður halda að ég hafi dálítið pælt í því hvaða tónlist sé betri en önnur. Það er jú einmitt rétt. Þegar ég er að forrita og vantar góða tónlist með þá þarf tónlistin að vera nokkuð sérstök, helst taktföst og falla ágætlega í bakgrunninn. Svo getur hún líka brotið þær reglur en virkað samt rosalega vel. Fínt er líka stundum að hafa tónlist sem myndi henta vel til að spila á galleiðum Rómverja eða annars staðar þar sem maður vill að þrælarnir sínir vinni meira og betur.
5. System of a Down - Sugar
Einu sinni var ég uppi í skóla að forrita tölvuleik, þrívíddarútgáfu af Bomberman, í heila nótt og hlustaði allan tímann á allt sem að System of a Down hafði gert á shuffle. Þetta var með rosalegri og erfiðari forritun sem ég hef komist í og ég var á billjón, lemjandi á lyklaborðið jafn hratt og lamið var á trommurnar.
4. Korn - Make me Bad
Á tímabili átti ég rosalegan forritunarplaylista sem ég var alltaf með á þegar ég ætlaði í eitthvað rosalegt. Hann taldi hundruði laga og á tímabili byrjaði ég mjög oft á þessu lagi. Það var eitthvað með byrjunina sem kom mér í gírinn.
3. Slipknot - SIC
Slipknot er kjánaleg hljómsveit, það veit ég alveg jafn vel og allir aðrir. En það er þó eitthvað við tónlistina þeira, harkan og sérstaklega tribal trommurnar sem alveg svínvirka á mig, það er aftur þessi sweatshop-galleiðutrommu("row you bastards!")-pæling sem er í gangi hér. Þetta lag byrjar á 100 km hraða og maður getur ekki annað en hrifist með.
2. Orbital - Dwr Budr
In Sides með Orbital er líklegast besta forritunarplata sem til er. Hvert lag setur mann í hálfgerðan trans, liggur í bakgrunninum og kemur manni í "zónið", sem er mikilvægasta tól forritarans.
1. TOOL - Lateralus
Þetta lag er mesta forritunarlag sem ég veit um. Í fyrsta lagi er þetta klassíkst TOOL lag sem hafa gert alveg frábær lög sem henta mörg ótrúlega vel til forritunar. Síðan er sterkur trommuleikur í laginu sem heldur manni við efnið. Það sem gerir þó þetta lag að besta forritunarlaginu er það að það er byggt á Fibonacci röðinni! Atkvæðin sem sungin eru eru í Fibonacci röðinni, sungið er um spíralinn og trommutakturinn ku vera einnig í Fibonacci en ég kann ekki að heyra það.
Honorable mentions(Hljómsveitir sem gera solid forritunartónlist):
Black Sabbath
Daft Punk
Stretch Arm Strong
Vision of Disorder
Nirvana
5. System of a Down - Sugar
Einu sinni var ég uppi í skóla að forrita tölvuleik, þrívíddarútgáfu af Bomberman, í heila nótt og hlustaði allan tímann á allt sem að System of a Down hafði gert á shuffle. Þetta var með rosalegri og erfiðari forritun sem ég hef komist í og ég var á billjón, lemjandi á lyklaborðið jafn hratt og lamið var á trommurnar.
4. Korn - Make me Bad
Á tímabili átti ég rosalegan forritunarplaylista sem ég var alltaf með á þegar ég ætlaði í eitthvað rosalegt. Hann taldi hundruði laga og á tímabili byrjaði ég mjög oft á þessu lagi. Það var eitthvað með byrjunina sem kom mér í gírinn.
3. Slipknot - SIC
Slipknot er kjánaleg hljómsveit, það veit ég alveg jafn vel og allir aðrir. En það er þó eitthvað við tónlistina þeira, harkan og sérstaklega tribal trommurnar sem alveg svínvirka á mig, það er aftur þessi sweatshop-galleiðutrommu("row you bastards!")-pæling sem er í gangi hér. Þetta lag byrjar á 100 km hraða og maður getur ekki annað en hrifist með.
2. Orbital - Dwr Budr
In Sides með Orbital er líklegast besta forritunarplata sem til er. Hvert lag setur mann í hálfgerðan trans, liggur í bakgrunninum og kemur manni í "zónið", sem er mikilvægasta tól forritarans.
1. TOOL - Lateralus
Þetta lag er mesta forritunarlag sem ég veit um. Í fyrsta lagi er þetta klassíkst TOOL lag sem hafa gert alveg frábær lög sem henta mörg ótrúlega vel til forritunar. Síðan er sterkur trommuleikur í laginu sem heldur manni við efnið. Það sem gerir þó þetta lag að besta forritunarlaginu er það að það er byggt á Fibonacci röðinni! Atkvæðin sem sungin eru eru í Fibonacci röðinni, sungið er um spíralinn og trommutakturinn ku vera einnig í Fibonacci en ég kann ekki að heyra það.
Honorable mentions(Hljómsveitir sem gera solid forritunartónlist):
Black Sabbath
Daft Punk
Stretch Arm Strong
Vision of Disorder
Nirvana
Friday, October 26, 2007
Topp 5 forritunarlög - Kristín Gróa
Þó ég sé í Rússlandi akkúrat þessa stundina og geti ekki uploadað neinum lögum þá læt ég ekkert stoppa mig í því að vera með í lista! Ef maður ætlar að forrita við tónlist þá skiptir mestu máli að hún trufli mann ekki en að hún sé samt ánægjuleg. Mér finnst þess vegna hægt að skipta forritunarlögum upp í gróflega fimm flokka:
5. The Beatles - Taxman
Lög sem maður þekkir svo vel að maður þarf ekki beint að hlusta á þau. Ég set hérna Taxman af því það er fyrsta lagið á Revolver og það er mjög auðvelt að hlusta á þá plötu þegar ég er að forrita, einfaldlega af því ég hef hlustað á hana svo ótrúlega oft að ég þarf ekkert að einbeita mér að henni.
4. The Prodigy - Voodoo People
Lög sem eru taktföst og hvetja mann áfram til dáða í forrituninni. Mér hefur alltaf fundist Voodoo People alveg rosalega gott forritunarlag því ég fer alltaf í einhvern megagír þegar ég hlusta á það og forrita alveg eins vindurinn! Ég fer bara ósjálfrátt að vélrita hraðar núna þegar ég skrifa þetta með lagið í bakgrunni.
3. My Bloody Valentine - Blown A Wish
Draumkennd lög með ógreinilegum eða engum texta svo maður þurfi ekkert að vera að hlusta nákvæmlega á tónlistina. Ég set Loveless plötuna alveg rosalega oft á þegar ég er að vinna því hún líður áfram án þess að trufla mig en samt er alveg nóg að gerast þegar ég legg vandlega við hlustir.
2. Bob Dylan - Visions of Johanna
Lög með rosalega mörgum versum og engum kórusi. Þetta lag fellur reyndar undir "lög sem maður þekkir vel" flokkinn og vissulega gætu fleiri lög með Bob Dylan verið í þessu sæti. Ég var að íhuga eitt af uppáhalds Dylan lögunum mínum, Sad Eyed Lady Of The Lowlands en þó það séu rosalega mörg vers í því þá er það svo sjúklega fallegt að ég fer alltaf að hlusta af athygli og það gengur ekki þegar maður er að forrita.
1. Joanna Newsom - Emily
Eitthvað fallegt, huggulegt og ekki of uppáþrengjandi. Þetta lag er fallegt, langt, kóruslaust og afskaplega huggulegt. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér neitt betra til að forrita við.
PS: Það er gaman að segja frá því að ef maður er staddur í Rússlandi þá birtist blogger allur á rússnesku svo það reyndi virkilega á sjónminnið þegar ég var að setja þessa færslu inn!
5. The Beatles - Taxman
Lög sem maður þekkir svo vel að maður þarf ekki beint að hlusta á þau. Ég set hérna Taxman af því það er fyrsta lagið á Revolver og það er mjög auðvelt að hlusta á þá plötu þegar ég er að forrita, einfaldlega af því ég hef hlustað á hana svo ótrúlega oft að ég þarf ekkert að einbeita mér að henni.
4. The Prodigy - Voodoo People
Lög sem eru taktföst og hvetja mann áfram til dáða í forrituninni. Mér hefur alltaf fundist Voodoo People alveg rosalega gott forritunarlag því ég fer alltaf í einhvern megagír þegar ég hlusta á það og forrita alveg eins vindurinn! Ég fer bara ósjálfrátt að vélrita hraðar núna þegar ég skrifa þetta með lagið í bakgrunni.
3. My Bloody Valentine - Blown A Wish
Draumkennd lög með ógreinilegum eða engum texta svo maður þurfi ekkert að vera að hlusta nákvæmlega á tónlistina. Ég set Loveless plötuna alveg rosalega oft á þegar ég er að vinna því hún líður áfram án þess að trufla mig en samt er alveg nóg að gerast þegar ég legg vandlega við hlustir.
2. Bob Dylan - Visions of Johanna
Lög með rosalega mörgum versum og engum kórusi. Þetta lag fellur reyndar undir "lög sem maður þekkir vel" flokkinn og vissulega gætu fleiri lög með Bob Dylan verið í þessu sæti. Ég var að íhuga eitt af uppáhalds Dylan lögunum mínum, Sad Eyed Lady Of The Lowlands en þó það séu rosalega mörg vers í því þá er það svo sjúklega fallegt að ég fer alltaf að hlusta af athygli og það gengur ekki þegar maður er að forrita.
1. Joanna Newsom - Emily
Eitthvað fallegt, huggulegt og ekki of uppáþrengjandi. Þetta lag er fallegt, langt, kóruslaust og afskaplega huggulegt. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér neitt betra til að forrita við.
PS: Það er gaman að segja frá því að ef maður er staddur í Rússlandi þá birtist blogger allur á rússnesku svo það reyndi virkilega á sjónminnið þegar ég var að setja þessa færslu inn!
Forritun - Zvenni
Nú kann ég ekki að forrita og veit lítið um hvað forritun snýst en hér eru nokkur lög sem ég tengi við fyrirbærið:
Weird Science - Oingo Boingo
Sé forritun soldið svona, skrítið, flókið og næstum því yfirnáttúrlegt fyrirbæri. Vísindi? Vúdú? ég bara skil þetta ekki almennilega. Hvað erum við að gera með tækninni í dag?
Computer Love - Kraftwerk
Breytt samskipti, sítenging, frelsi? ánetjun?, vitum við hverjar afleiðingar þessa fikts okkar verða?
Boten Anna - Basshunter
Manneskja? vél? sæborg máski? mörkin eru að verða óskýrari...
Robots (the humans are dead) - Flight of the Concords
Ótti minn fangaður í lag...
Dear Mr. Supercomputer - Sufjan Stevens
Tækni, tölvur og vísindi eiga að leysa vandann...
Trúarbrögð nútímans?
1 2 3 4 5 6 7, all computers go to heaven...
Weird Science - Oingo Boingo
Sé forritun soldið svona, skrítið, flókið og næstum því yfirnáttúrlegt fyrirbæri. Vísindi? Vúdú? ég bara skil þetta ekki almennilega. Hvað erum við að gera með tækninni í dag?
Computer Love - Kraftwerk
Breytt samskipti, sítenging, frelsi? ánetjun?, vitum við hverjar afleiðingar þessa fikts okkar verða?
Boten Anna - Basshunter
Manneskja? vél? sæborg máski? mörkin eru að verða óskýrari...
Robots (the humans are dead) - Flight of the Concords
Ótti minn fangaður í lag...
Dear Mr. Supercomputer - Sufjan Stevens
Tækni, tölvur og vísindi eiga að leysa vandann...
Trúarbrögð nútímans?
1 2 3 4 5 6 7, all computers go to heaven...
Tuesday, October 23, 2007
Iceland Airwaves - fimmtudagur - Vignir
Ég ætlaði að skrifa inn review samdægurs á meðan á hátíðinni stóð en það klikkaði hjá mér. En þar sem að ég vil eiga þetta þá ákvað ég að skrifa þetta núna bara.
Ég missti af miðvikudagskvöldinu þar sem að ég var að koma heim frá útlöndum það kvöld. Fimmtudagskvöldið hjá mér og mínum byrjaði á NASA þar sem að við sáum Slow Club hefja fjörið. Þau voru voðalega krúttleg, bresk og kurteis. Mjög einfalt og flott hjá þeim, en ég er ekki viss um að ég hefði getað setið lengi undir þessu hjá þeim. Ég styð þó alveg hljómsveitir sem koma með stóla á sviðið í þeim eina tilgangi að tromma á hann.
Næst stigu á svið drengirnir í Best Fwends. Það fannst mér leiðinlegt og virðist ég hafa verið einn í heiminum um það. Allir voru voðalega ánægðir með þá og fannst þeir vera hressir. Jú, hressir voru þeir en mér fannst þeir bara kjánalegir, lélegir og vandræðalegir. Ef að maður myndi fara á tónleika og það væri fólk að sprikla uppi á sviði og maður myndi allt í einu missa heyrnina, þá myndi maður sjá hvað liðið á sviðinu væri rosalega kjánalegt. Maður væri reyndar meira hissa á því að hafa misst heyrnina en það er annað mál. Pointið mitt er að það er rosalega fín lína milli þess að vera töffari uppi á sviði og vera bara einfaldlega kjáni á sviði. Mér fannst þeir bara vera kjánar.
Unglingarnir í Retro Stefson tróðu sér eins og þau gátu á sviðið á NASA og byrjuðu með suðrænni sveiflu. Mér fannst þau alveg vera mjög skemmtileg og skemmtileg sveifla í þeim en ég veit ekki hvort að það hafi eitthvað verið tengt því hvað þau eru ung og krúttleg. Þau náðu samt skemmtilegri tengingu og voru þetta virkilega persónulegir tónleikar. ,,Allir að dansa, líka þú Ásdís!" er með því skemmtilegra sem ég heyrði hljómsveit segja við áhorfendur um helgina. Annars mæli ég með því að bassaleikarinn sé ekki falinn á bak við hljómborðið því það er rosalega gaman að horfa á hann skemmta sér við að spila.
Ég var nokkuð spenntur fyrir The Teenagers og var aðeins búinn að heyra nokkur lög með þeim. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá á sviði. Lögin runnu mikið saman í eitt, sama sándið aftur og aftur og sviðsframkoman var alveg steingeld. Þeir náðu ekki einu sinni að gera neitt skemmtilegt við stórfína lagið sitt Homecoming.
Ég flúði frá táningunum og við fórum og hittum restina af krúinu í Listasafninu þar sem ég náði rétt að sjá smá af henni Lay Low að krúttast uppi á sviði. Þetta virtist vera mjög fínt hjá henni en ég fylgdist ekki nógu vel með til að geta sagt eitthvað af viti. Við höfðum mætt til að sjá Grizzly Bears spila sem ég hef ekkert hlustað á en hafði heyrt góða hluti af. Þeir lulluðu inn á sviðið og hófu að spila. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði búist við, mjög lágstemmd og róleg tónlist með hægri uppbyggingu sem minnti mig á hljómsveitir eins og Explosions in the Sky. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst uppbyggingin yfirleitt vera of hæg. Ég hefði örruglega haft virkilega gaman af þessum tónleikum ef ég hefði verið betur undirbúinn undir þetta og svo hefði verið skemmtilegt að sjá svona tónleika á skemmtilegri stað eins og t.d. Óperunni.
Ég og mín flúðum af þessu og fórum á Nasa til að sjá Late of the Pier sem mér var bent á fyrr um kvöldið (takk fyrir það, Hjalti!). Þeir tóku NASA alveg í gegn með virkilega hressu syntharokki og frábærri sviðsframkomu. Án alls vafa, ein af uppgötvunum hátíðarinnar.
Skemmtilegt kvöld í alla staði. Var reyndar slakasta kvöldið en það er bara af því að hin voru svo rosalega rosaleg :)
Ég missti af miðvikudagskvöldinu þar sem að ég var að koma heim frá útlöndum það kvöld. Fimmtudagskvöldið hjá mér og mínum byrjaði á NASA þar sem að við sáum Slow Club hefja fjörið. Þau voru voðalega krúttleg, bresk og kurteis. Mjög einfalt og flott hjá þeim, en ég er ekki viss um að ég hefði getað setið lengi undir þessu hjá þeim. Ég styð þó alveg hljómsveitir sem koma með stóla á sviðið í þeim eina tilgangi að tromma á hann.
Næst stigu á svið drengirnir í Best Fwends. Það fannst mér leiðinlegt og virðist ég hafa verið einn í heiminum um það. Allir voru voðalega ánægðir með þá og fannst þeir vera hressir. Jú, hressir voru þeir en mér fannst þeir bara kjánalegir, lélegir og vandræðalegir. Ef að maður myndi fara á tónleika og það væri fólk að sprikla uppi á sviði og maður myndi allt í einu missa heyrnina, þá myndi maður sjá hvað liðið á sviðinu væri rosalega kjánalegt. Maður væri reyndar meira hissa á því að hafa misst heyrnina en það er annað mál. Pointið mitt er að það er rosalega fín lína milli þess að vera töffari uppi á sviði og vera bara einfaldlega kjáni á sviði. Mér fannst þeir bara vera kjánar.
Unglingarnir í Retro Stefson tróðu sér eins og þau gátu á sviðið á NASA og byrjuðu með suðrænni sveiflu. Mér fannst þau alveg vera mjög skemmtileg og skemmtileg sveifla í þeim en ég veit ekki hvort að það hafi eitthvað verið tengt því hvað þau eru ung og krúttleg. Þau náðu samt skemmtilegri tengingu og voru þetta virkilega persónulegir tónleikar. ,,Allir að dansa, líka þú Ásdís!" er með því skemmtilegra sem ég heyrði hljómsveit segja við áhorfendur um helgina. Annars mæli ég með því að bassaleikarinn sé ekki falinn á bak við hljómborðið því það er rosalega gaman að horfa á hann skemmta sér við að spila.
Ég var nokkuð spenntur fyrir The Teenagers og var aðeins búinn að heyra nokkur lög með þeim. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá á sviði. Lögin runnu mikið saman í eitt, sama sándið aftur og aftur og sviðsframkoman var alveg steingeld. Þeir náðu ekki einu sinni að gera neitt skemmtilegt við stórfína lagið sitt Homecoming.
Ég flúði frá táningunum og við fórum og hittum restina af krúinu í Listasafninu þar sem ég náði rétt að sjá smá af henni Lay Low að krúttast uppi á sviði. Þetta virtist vera mjög fínt hjá henni en ég fylgdist ekki nógu vel með til að geta sagt eitthvað af viti. Við höfðum mætt til að sjá Grizzly Bears spila sem ég hef ekkert hlustað á en hafði heyrt góða hluti af. Þeir lulluðu inn á sviðið og hófu að spila. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði búist við, mjög lágstemmd og róleg tónlist með hægri uppbyggingu sem minnti mig á hljómsveitir eins og Explosions in the Sky. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst uppbyggingin yfirleitt vera of hæg. Ég hefði örruglega haft virkilega gaman af þessum tónleikum ef ég hefði verið betur undirbúinn undir þetta og svo hefði verið skemmtilegt að sjá svona tónleika á skemmtilegri stað eins og t.d. Óperunni.
Ég og mín flúðum af þessu og fórum á Nasa til að sjá Late of the Pier sem mér var bent á fyrr um kvöldið (takk fyrir það, Hjalti!). Þeir tóku NASA alveg í gegn með virkilega hressu syntharokki og frábærri sviðsframkomu. Án alls vafa, ein af uppgötvunum hátíðarinnar.
Skemmtilegt kvöld í alla staði. Var reyndar slakasta kvöldið en það er bara af því að hin voru svo rosalega rosaleg :)
Friday, October 19, 2007
airwaves - zvenni
Verð að viðurkenna að ég þekki ekki svo mikið af böndunum sem spila á hátíðinni, en hér er listi yfir þau sem ég kannast við eða vekja áhuga minn...
Skátar
Hef lengi verið á leiðinni að sjá þetta band á tónleikum, sá þá síðast fyrir 2 eða 3 árum. Vona að ég nái að tjekka á þeim núna.
of Montreal
Hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu bandi, fíla venjulega ekki svona tónlist en Topp5félagsskapurinn hefur átt sinn þátt í að grafa undan elektróskotnum artípoppfordómum mínum.
My Summer as a Salvation Soldier
Sá kappann og bandið hans í gær, fín þunglyndis-rólyndis músík, enduðu þó á háværari nótunum sem var skemmtilegur bónus.
Deerhoof
Þetta band fellur í sama flokk og of Montreal í mínum eyrum en hlakka til við að takast á við þröngsýni mína.
The Duke Spirit
Sá þau reyndar líka í gær og voru ansi góð. Flottar, einfaldar og beittar bassalínur með kraftmiklum söngi voru það sem heillaði mig, gítararnir fínir einnig, blönduðust soldið með trommunum í bakgrunnssurgi. Það gæti hafað truflað upplifun mína af bandinu að ég stóð beint fyrir framan söng- og bassaboxið og heyrði lítið í hinum hljóðfærunum en hei... heimurinn er eins og þú skynjar hann.
Skátar
Hef lengi verið á leiðinni að sjá þetta band á tónleikum, sá þá síðast fyrir 2 eða 3 árum. Vona að ég nái að tjekka á þeim núna.
of Montreal
Hef haft blendnar tilfinningar gagnvart þessu bandi, fíla venjulega ekki svona tónlist en Topp5félagsskapurinn hefur átt sinn þátt í að grafa undan elektróskotnum artípoppfordómum mínum.
My Summer as a Salvation Soldier
Sá kappann og bandið hans í gær, fín þunglyndis-rólyndis músík, enduðu þó á háværari nótunum sem var skemmtilegur bónus.
Deerhoof
Þetta band fellur í sama flokk og of Montreal í mínum eyrum en hlakka til við að takast á við þröngsýni mína.
The Duke Spirit
Sá þau reyndar líka í gær og voru ansi góð. Flottar, einfaldar og beittar bassalínur með kraftmiklum söngi voru það sem heillaði mig, gítararnir fínir einnig, blönduðust soldið með trommunum í bakgrunnssurgi. Það gæti hafað truflað upplifun mína af bandinu að ég stóð beint fyrir framan söng- og bassaboxið og heyrði lítið í hinum hljóðfærunum en hei... heimurinn er eins og þú skynjar hann.
Topp 5 Airwaves - Vignir
5. Hjaltalín
Er búinn að ætla að sjá þetta band svo lengi og mér skal takast það þessa helgi!
4. The Teenagers
Þessir dúddar voru á listanum mínum en ég sá þá í gær og var ekki voðalega hrifinn af þeim. Frekar slappt, satt best að segja :(
3. Late of The Pier
Þeir hendast inn á þennan lista fyrir frábæra tónleika í gær þótt þeir hefðu alveg mátt vera lengri.
2. !!!
Maður er búinn að vera að hlusta á þessa pjakka í nokkuð langan tíma og heyrir endalaust um styrk þeirra á tónleikum. Svo heyrir maður sögur þess efnis að söngvarinn sé hættur og að þeir séu eitthvað að missa dampinn vegna þessa. Ég vona nú samt að það sé bara vitleysa.
1. Deerhoof
Geðsjúku snillingarnir í Deerhoof hafa gert margar sterkar plötur með fullt af brjálæði í og ég hlakka mikið til að sjá þau setja þetta upp á sviði.
Er búinn að ætla að sjá þetta band svo lengi og mér skal takast það þessa helgi!
4. The Teenagers
Þessir dúddar voru á listanum mínum en ég sá þá í gær og var ekki voðalega hrifinn af þeim. Frekar slappt, satt best að segja :(
3. Late of The Pier
Þeir hendast inn á þennan lista fyrir frábæra tónleika í gær þótt þeir hefðu alveg mátt vera lengri.
2. !!!
Maður er búinn að vera að hlusta á þessa pjakka í nokkuð langan tíma og heyrir endalaust um styrk þeirra á tónleikum. Svo heyrir maður sögur þess efnis að söngvarinn sé hættur og að þeir séu eitthvað að missa dampinn vegna þessa. Ég vona nú samt að það sé bara vitleysa.
1. Deerhoof
Geðsjúku snillingarnir í Deerhoof hafa gert margar sterkar plötur með fullt af brjálæði í og ég hlakka mikið til að sjá þau setja þetta upp á sviði.
Topp 5 Airwaves '07 - Kristín Gróa
5. !!! - Heart Of Hearts
Það er gaman að segja frá því að ég hafði ekki hugmynd um að söngvarinn væri löngu hættur að túra með hljómsveitinni fyrr en ég las frétt á mbl í vikunni um að hann væri endanlega farinn og hættur. Einhverra hluta vegn minnkaði löngunin í að sjá hljómsveitina allsvakalega við þessar fréttir enda hef ég heyrt að maðurinn sé snargeðveikur á sviði. Ég er ekki alveg búin að gera þetta upp við mig ennþá en lagið er allavega ótrúlega gott.
4. Ólöf Arnalds - Við og við
Ég sleppti því reyndar að sjá Ólöfu í gærkvöldi því ég er nýbúin að sjá klukkutíma langt sett hjá henni á Reyfi og vildi heldur nýta tímann í að sjá eitthvað nýtt. Ég var reyndar mjög hrifin af þeim tónleikum og þetta lag greip mig strax þó ég hefði þá aldrei heyrt það áður.
3. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
Ég er svo úr sambandi við íslenskan veruleika að ég var nú bara að heyra þetta lag í fyrsta skipti fyrir tveimur vikum. Ég heyrði svo auðvitað eftir á að þetta væri víst bara vinsælasta lag ársins eða eitthvað álíka. Svona er að vera viðutan plebbi sem hlustar ekki á útvarp. Get with the times missy! Já en ég fatta allavega vinsældir lagsins því það er mjög fallegt og textinn angurvær og á svona líka skýrri íslensku.
2. Deerhoof - You Can See
Það er nú dálítið erfitt að velja eitt Deerhoof lag til að setja á lista en þar sem þetta er lagið sem breytti mér úr Deerhoof hatara í Deerhoof elskara þá fær það heiðurinn. Ég verð nefnilega að viðurkenna að fyrir margt löngu halaði ég niður nokkrum Deerhoof lögum (þetta var stuttu eftir að Apple O' kom út) og fyrsta lagið sem ég hlustaði á var Panda Panda Panda sem fyrir óþjálfuð eyru hljómar frekar... tjah... spes. Ég var því miður greinilega frekar þröngsýn á þessum tíma því kallaði þetta bull og vitleysu og sór að eyða tíma mínum ekki í að hlusta á þessa þvælu. Ég var svo einhverntíma að býsnast yfir þessu við bróður minn þegar hann fiktaði eitthvað í iPodnum sínum, tróð heyrnartólunum í eyrun á mér og sagði "hlustaðu á þetta, þá fílarðu Deerhoof". Lagið var You Can See og hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér... eftir þetta hef ég fílað Deerhof.
1. of Montreal - A Sentence Of Sorts In Kongsvinger
Það ískraði í mér af kæti þegar ég heyrði að of Montreal yrðu á Airwaves þetta árið. Platan þeirra Hissing Fauna, Are You The Destroyer? er ein af plötum ársins og örugglega sú sem ég hef hlustað mest á síðustu mánuði. Ég hafði aðeins heyrt eitt gamalt lag með sveitinni áður en þegar platan fékk svona góða dóma þá pantaði ég hana um hæl og fékk hana nýpressaða í hendurnar nokkrum dögum síðar. Ég veit ekki við hverju ég bjóst en ekki þessu. Ég hef sagt það oft og ég mun segja það aftur að ég skil ekki hvernig er hægt að láta eymd og einmanaleika hljóma svona poppað og skemmtilega. Ef það er eitthvað sem ég ætla að sjá á Airwaves þetta árið þá er það þessi sveit.
Það er gaman að segja frá því að ég hafði ekki hugmynd um að söngvarinn væri löngu hættur að túra með hljómsveitinni fyrr en ég las frétt á mbl í vikunni um að hann væri endanlega farinn og hættur. Einhverra hluta vegn minnkaði löngunin í að sjá hljómsveitina allsvakalega við þessar fréttir enda hef ég heyrt að maðurinn sé snargeðveikur á sviði. Ég er ekki alveg búin að gera þetta upp við mig ennþá en lagið er allavega ótrúlega gott.
4. Ólöf Arnalds - Við og við
Ég sleppti því reyndar að sjá Ólöfu í gærkvöldi því ég er nýbúin að sjá klukkutíma langt sett hjá henni á Reyfi og vildi heldur nýta tímann í að sjá eitthvað nýtt. Ég var reyndar mjög hrifin af þeim tónleikum og þetta lag greip mig strax þó ég hefði þá aldrei heyrt það áður.
3. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
Ég er svo úr sambandi við íslenskan veruleika að ég var nú bara að heyra þetta lag í fyrsta skipti fyrir tveimur vikum. Ég heyrði svo auðvitað eftir á að þetta væri víst bara vinsælasta lag ársins eða eitthvað álíka. Svona er að vera viðutan plebbi sem hlustar ekki á útvarp. Get with the times missy! Já en ég fatta allavega vinsældir lagsins því það er mjög fallegt og textinn angurvær og á svona líka skýrri íslensku.
2. Deerhoof - You Can See
Það er nú dálítið erfitt að velja eitt Deerhoof lag til að setja á lista en þar sem þetta er lagið sem breytti mér úr Deerhoof hatara í Deerhoof elskara þá fær það heiðurinn. Ég verð nefnilega að viðurkenna að fyrir margt löngu halaði ég niður nokkrum Deerhoof lögum (þetta var stuttu eftir að Apple O' kom út) og fyrsta lagið sem ég hlustaði á var Panda Panda Panda sem fyrir óþjálfuð eyru hljómar frekar... tjah... spes. Ég var því miður greinilega frekar þröngsýn á þessum tíma því kallaði þetta bull og vitleysu og sór að eyða tíma mínum ekki í að hlusta á þessa þvælu. Ég var svo einhverntíma að býsnast yfir þessu við bróður minn þegar hann fiktaði eitthvað í iPodnum sínum, tróð heyrnartólunum í eyrun á mér og sagði "hlustaðu á þetta, þá fílarðu Deerhoof". Lagið var You Can See og hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér... eftir þetta hef ég fílað Deerhof.
1. of Montreal - A Sentence Of Sorts In Kongsvinger
Það ískraði í mér af kæti þegar ég heyrði að of Montreal yrðu á Airwaves þetta árið. Platan þeirra Hissing Fauna, Are You The Destroyer? er ein af plötum ársins og örugglega sú sem ég hef hlustað mest á síðustu mánuði. Ég hafði aðeins heyrt eitt gamalt lag með sveitinni áður en þegar platan fékk svona góða dóma þá pantaði ég hana um hæl og fékk hana nýpressaða í hendurnar nokkrum dögum síðar. Ég veit ekki við hverju ég bjóst en ekki þessu. Ég hef sagt það oft og ég mun segja það aftur að ég skil ekki hvernig er hægt að láta eymd og einmanaleika hljóma svona poppað og skemmtilega. Ef það er eitthvað sem ég ætla að sjá á Airwaves þetta árið þá er það þessi sveit.
Airwaves - fimmtudagskvöld
Ég brunaði niður í bæ eftir vinnu í gær til að ná The Duke Spirit sem voru að spila off-venue í Popp. Þau voru í svaka stuði og þrusuðu út einum fimm lögum ef ég man rétt. Hápunkturinn var auðvitað að heyra uppáhaldið mitt, Love Is An Unfamiliar Name, en nýju lögin voru líka mjög góð. Gott rokk hér á ferð.
Eftir gott sushistopp lá leið okkar á NASA þar sem við sáum fyrstu hljómsveit kvöldins, hina bresku Slow Club. Fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þau er "spilagleði". Þau höfðu greinilega alveg rosalega gaman af þessu og það smitaðist heldur betur út í salinn. Þetta voru skondinn gaur á gítar og sæt stelpa í kjól að berja á allt frá skeiðum yfir í stóla og það var bara alveg rosalega skemmtilegt að horfa á þau. Ég geri mér enga grein fyrir hvernig þau hljóma á upptöku en live virka þau allavega vel.
Næstir á svið voru gaurarnir með besta hljómsveitarnafn ever... Best Fwends. Þeir voru hressir, það verður ekkert af þeim skafið, en náðu ekki alveg að heilla áhorfendahópinn. Ég hafði nokkuð gaman að þeim og gæti alveg hugsað mér að tékka á plötunni en gelgjuteknóöskrin gengu reyndar misvel ofan í hópinn minn og einn ónefndur maður hristi bara hausinn ;)
Hin ofurhæpuðu Retro Stefson komu næst og voru svo mörg að þau rúmuðust varla á sviðinu. Ég var nokkuð spennt fyrir þeim en varð því miður fyrir talsverðum vonbrigðum. Kannski er það hæpið sem hafði magnað upp eftirvæntingar mínar en ég satt að segja veit ekki hvers vegna allt þetta fjargviðri er út af þeim. Mér finnst pælingarnar skemmtilegar en engan veginn nógu vel útfærðar og mér fannst þetta dálítið renna saman í einn graut. Þau áttu nokkra góða spretti en héldu ekki dampi þrátt fyrir fjöldann og m.a.s. smellurinn Medallion sem mér hefur fundist ágætur týndist hálfpartinn í grautnum. Ég býst þó við að reynsluleysi spili talsvert inni í hérna og hef fulla trú á að þessi sveit muni skila einhverju góðu frá sér í framtíðinni.
Við ákváðum að rölta yfir í Hafnarhúsið og stóðum í heila mínútu í röð sem verður að teljast ásættanlegt. Lay Low byrjaði fljótlega eftir að við gengum inn og er svo sem ekkert mikið um það að segja. Mér finnst hún fín en einhverra hluta vegna tengi ég ekki alveg við tónlistina. Það var hins vegar ansi huggulegt að standa og kjafta aftast í salnum á meðan hún spilaði svo ég komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að þetta væri fullkomin bakgrunnstónlist. Ég veit það hljómar verr en ég meina það en mér finnst tónlistin hennar töff án þess að ég nenni að hlusta hlusta á hana. Meikar það sens?
Grizzly Bear stigu síðastir á svið í Hafnarhúsinu þetta kvöld og var ég greinilega ekki ein um að vera spennt fyrir þeim því það var orðið margt um manninn þegar þeir byrjuðu. Aftur verð ég því miður að segja að ég varð fyrir vonbrigðum en ég held ég skrifi það algjörlega á að ég var persónulega ekki stemmd fyrir þessi öfga rólegheit. Mér fannst lögin lengri og þunglamalegri en á plötunni ef frá er talið hið gullfallega Knife sem stóð upp úr. Þegar Krissa og Viggi voru bæði stungin af og ég næstum sofnuð standandi þá ákváðum við Svenni að hypja okkur bara heim þó settið væri ekki búið.
Við löbbuðum framhjá Lídó á leiðinni heim en þó það væri engin röð og The Duke Spirit væru við það að stíga á svið þá meikuðum við ekki meira heldur skakklöppuðumst heim í rúm. Það voru örugglega mistök en þar sem við sáum þau fyrr um daginn þá er ég ekkert of svekkt. Í kvöld á mér örugglega ekkert eftir að leiðast. Loney, Dear, múm og of Montreal í Hafnarhúsinu, Buck 65 og Jagúar í Iðnó, Heavy Trash í Lídó, Reykjavík!, Deerhoof og Jakobínarína á Gauknum... og svo auðvitað GusGus á NASA. Sá á kvölina sem á völina.
Thursday, October 18, 2007
Airwaves - miðvikudagskvöld
Ég ætlaði nú varla að nenna að drattast út úr húsi í gærkvöldi til að fara á tónleika en ég lét mig nú samt hafa það að labba niður í bæ í kuldanum. Það var í raun ekkert sérstakt sem heillaði á dagskrá Airwaves þetta kvöld en ég var einna helst spennt fyrir að sjá ungpíurnar í Smoosh svo ég skundaði niður á Austurvöll og beint inn á NASA um hálftíuleytið. Mér létti óneitanlega þegar ég sá að það var engin röð og svo voru fyrstu menn sem ég sá þarna inni góðvinir mínir þeir Davíð og Heiðar svo kvöldið byrjaði allavega vel.
Smoosh stigu á svið fljótlega eftir að ég kom inn og byrjuðu af krafti fyrir framan fullan sal af fólki. Þær eru auðvitað alveg ótrúlega góðar miðað við aldur og ég skil ekki hvernig litla systirin getur haldið á bassanum, hvað þá spilað á hann. Ég veit svo sem ekki hvort ég myndi hlaupa út og kaupa diskinn en þær eru mjög hæfileikaríkar og gætu orðið að einhverju miklu stærra með tímanum. Hvaða rugl er það líka að túra með Deerhoof og Bloc Party þegar maður er 15?
Næstir á svið voru Soundspell og ég ákvað að gefa þeim séns þrátt fyrir að lýsingin á sveitinni í Airwaves bæklingnum innihéldi orðin "Fans of Brit-pop in the style of Keane should look out". Eftir að hafa lesið þetta var ég eiginlega búin að ákveða að þeir væru leiðinlegir en ég reyndi að hrista það af mér og hlusta með opnum hug. Ókei þeir eru bara 17-18 ára og söngvarinn var nú þokkalega góður þrátt fyrir of mikið handapat. Hinsvegar held ég að þetta hafi verið lengsti hálftími lífs míns, fullur af innantómri dramatík og klisjukenndum textum. Ef ég ætti að súmmera bandið upp væri það einhverskonar blanda af Keane, Muse, Leaves og Coldplay. Kannski eru þeir að gera þetta vel en ég er bara með ofnæmi fyrir svona tónlist svo ég er ekki dómbær. Hljómborðsleikarinn fær líka megamínus fyrir að vera með eitthvað frekjuattítjúd við hljóðmanninn... dúddi kurteisi kostar ekkert og attitjúd frá 17 ára strák er bara kjánalegt.
Eftir þetta allt saman meikaði ég ekki meira enda Lights On The Highway næstir á svið og ég hef séð þá nógu oft á einni ævi held ég.
Hvað á svo að sjá í kvöld? Það sem kemur einna helst til greina eru Jenny Wilson, Lay Low og Grizzly Bear í Listasafninu, My Summer As A Salvation Soldier og Ólöf Arnalds í Iðnó, Sprengjuhöllin og The Duke Spirit í Lídó, Best Fwends, Retro Stefson og The Teenagers á NASA eða Kimono, Skátar og Khonnor á Organ. Það er úr nógu að velja ójá.
Smoosh
Soundspell á MySpace
Tuesday, October 16, 2007
Califone
Það eru svo sem ekki nýjar fréttir að Califone platan Roots & Crowns sé fantagóð en þar sem ég var loksins að eignast hana í hardcopy þá get ég ekki látið það vera að minnast á hana. Þessi plata fékk alveg rífandi góða dóma og ekki að ástæðulausu því þetta er blússkotið og lágstemmt americana eins og það gerist best. Eitt besta lagið á plötunni er reyndar cover af Psychic TV laginu The Orchids en það er svo breytt að það hljómar mun meira Califone en nokkuð annað. Sagan segir að forsprakki hljómsveitarinnar, Tim Rutili, hafi verið búinn að missa áhugann á tónlist og vantað allan innblástur þegar hann heyrði þetta lag og varð alveg heltekinn af því. Hann byrjaði þá að skrifa tónlist aftur, kallaði hljómsveitina saman og úr varð platan Roots & Crowns. Það vill reyndar einmitt svo til að hljómborðsleikari Psychic TV, Lady Jaye, lést af hjartaáfalli í síðustu viku svo það er kannski einmitt við hæfi að hlusta á þessa plötu í dag og þá sérstaklega hið gullfallega The Orchids sem var upphafið að öllu saman.
Califone - The Orchids
Califone - Pink & Sour
Friday, October 12, 2007
r'n'b - zvenni
Business Time - Flight of the Concords
R´n´B... Folk´n´B... þetta er allt það sama...
(live)
Chocolate Salty Balls - Chef (Isaak Hayes)
Lets Get It On - Barry Jive and the Uptown Five
Bring It On - Nick Cave, Chris Bailey og The Bad Seeds
Lagið, söngurinn og bandið er máski ekki r´n´b en vídjóið er það...
er það rugl í mér eða eru sumir dansaranna með frekar stór adamsepli?
Debra - Beck
Tónlistarlega kamelljónið Beck getur allt...
R´n´B... Folk´n´B... þetta er allt það sama...
(live)
Chocolate Salty Balls - Chef (Isaak Hayes)
Lets Get It On - Barry Jive and the Uptown Five
Bring It On - Nick Cave, Chris Bailey og The Bad Seeds
Lagið, söngurinn og bandið er máski ekki r´n´b en vídjóið er það...
er það rugl í mér eða eru sumir dansaranna með frekar stór adamsepli?
Debra - Beck
Tónlistarlega kamelljónið Beck getur allt...
Topp 5 R&B - Kristín Gróa
Það var ég sem stakk upp á þessum lista í einhverju stundarbrjálæði en svo lenti ég í bölvuðu veseni með hann. Þegar ég heyri "R&B" þá hugsa ég um MTV tónlist þar sem sætar stelpur syngja og hrista á sér rassinn og ljótir gaurar rappa eitthvað rugl á milli. Þegar ég fór að hugsa um listann þá lenti ég hins vegar í miklum vandræðum með að skilgreina R&B því þetta er svo vítt hugtak. Það er í raun hægt að flokka allt frá Ray Charles yfir í R. Kelly sem R&B en ég er að spá í að halda mig við nýlega tónlist.
5. Mary J. Blige - Family Affair
Þetta lag minnir mig alltaf á veturinn sem ég leigði með Berglindi vinkonu í Kópavoginum. Þetta var annað árið mitt í háskólanum (sem gerir þetta veturinn... uhh... 2001/2002) og við gerðum fátt annað en að horfa á sjónvarpið. Þá var þetta lag einmitt gríðarlega vinsælt og var spilað á repeat á PoppTíví og ég varð húkt.
4. Kelis - Milkshake
Kelis er svo töff. Það er í raun sama hvort maður tekur eitthvað gamalt eins og Caught Out There eða eitthvað nýlegt eins og hið frábæra Bossy, hún er alltaf með hlutina á hreinu. Lagið Young Fresh And New er reyndar alltaf í uppáhaldi hjá mér en þar sem ég er nýbúin að setja það á lista og þetta er alveg jafn flott þá fær það sætið í þetta sinn.
3. Erykah Badu - On & On
Mér hefur alltaf fundist Erykah Badu koma frá annari plánetu. Það er sko ekki tilviljun að hún var látin leika vúdúdrottningu í Blues Brothers 2000 oseiseinei. Maður hefur svo sem ekki heyrt mikið frá henni síðustu ár og það síðasta sem ég man um að hafa lesið um hana var að hún væri að hætta með André 3000. Nota bene þá eru nokkur ár síðan og ég man hvað mér fannst skrítið að þau væru fyrrverandi par því ég var alveg sannfærð um að hún væri bara geimvera og full af grænu slími að innan. Lagið er samt flott!
2. Beyoncé ft. Jay-Z - Crazy In Love
Ef einhver er fierce þá er það Beyoncé. Hún er geðveikislega sæt og flott, syngur fáránlega vel og lítur út fyrir að geta kýlt mann kaldan. Það sem meira er að þó hún hristi á sér rassinn eins og hinar stelpurnar þá gerir hún það á þann hátt að það fer ekki framhjá neinum hver er við stjórnina. Mér finnst hún vera einskonar Tina Turner nútímans... a force to be reckoned with. Ég held svei mér þá að þetta lag hafi snúið mér aftur til poppsins, þ.e. að geta viðurkennt að popptónlist er ekki alltaf drasl heldur getur hún stundum verið merkilegri tónlist en margt af indírokkinu sem á vanalega hug minn allan.
1. Amy Winehouse - Back To Black
Ekki veit ég hvernig lestarslysinu sem er Amy Winehouse tókst að gera þessa mögnuðu plötu eða hvernig þessi rödd getur komið úr þessum litla líkama. Það er eins og platan, og þá sérstaklega þetta lag, komi frá löngu liðinni tíð enda hljómurinn einhvernveginn gamall. Það eru ekki allir hrifnir af Mark Ronson en þetta gerði hann þó allavega vel og saman hafa þau náð þessum gamla R&B/soul hljómi. Ég hef örugglega spilað þetta lag oftar en nokkuð annað lag þetta árið.
5. Mary J. Blige - Family Affair
Þetta lag minnir mig alltaf á veturinn sem ég leigði með Berglindi vinkonu í Kópavoginum. Þetta var annað árið mitt í háskólanum (sem gerir þetta veturinn... uhh... 2001/2002) og við gerðum fátt annað en að horfa á sjónvarpið. Þá var þetta lag einmitt gríðarlega vinsælt og var spilað á repeat á PoppTíví og ég varð húkt.
4. Kelis - Milkshake
Kelis er svo töff. Það er í raun sama hvort maður tekur eitthvað gamalt eins og Caught Out There eða eitthvað nýlegt eins og hið frábæra Bossy, hún er alltaf með hlutina á hreinu. Lagið Young Fresh And New er reyndar alltaf í uppáhaldi hjá mér en þar sem ég er nýbúin að setja það á lista og þetta er alveg jafn flott þá fær það sætið í þetta sinn.
3. Erykah Badu - On & On
Mér hefur alltaf fundist Erykah Badu koma frá annari plánetu. Það er sko ekki tilviljun að hún var látin leika vúdúdrottningu í Blues Brothers 2000 oseiseinei. Maður hefur svo sem ekki heyrt mikið frá henni síðustu ár og það síðasta sem ég man um að hafa lesið um hana var að hún væri að hætta með André 3000. Nota bene þá eru nokkur ár síðan og ég man hvað mér fannst skrítið að þau væru fyrrverandi par því ég var alveg sannfærð um að hún væri bara geimvera og full af grænu slími að innan. Lagið er samt flott!
2. Beyoncé ft. Jay-Z - Crazy In Love
Ef einhver er fierce þá er það Beyoncé. Hún er geðveikislega sæt og flott, syngur fáránlega vel og lítur út fyrir að geta kýlt mann kaldan. Það sem meira er að þó hún hristi á sér rassinn eins og hinar stelpurnar þá gerir hún það á þann hátt að það fer ekki framhjá neinum hver er við stjórnina. Mér finnst hún vera einskonar Tina Turner nútímans... a force to be reckoned with. Ég held svei mér þá að þetta lag hafi snúið mér aftur til poppsins, þ.e. að geta viðurkennt að popptónlist er ekki alltaf drasl heldur getur hún stundum verið merkilegri tónlist en margt af indírokkinu sem á vanalega hug minn allan.
1. Amy Winehouse - Back To Black
Ekki veit ég hvernig lestarslysinu sem er Amy Winehouse tókst að gera þessa mögnuðu plötu eða hvernig þessi rödd getur komið úr þessum litla líkama. Það er eins og platan, og þá sérstaklega þetta lag, komi frá löngu liðinni tíð enda hljómurinn einhvernveginn gamall. Það eru ekki allir hrifnir af Mark Ronson en þetta gerði hann þó allavega vel og saman hafa þau náð þessum gamla R&B/soul hljómi. Ég hef örugglega spilað þetta lag oftar en nokkuð annað lag þetta árið.
Thursday, October 11, 2007
Næsti listi...
Nú vendum við okkar kvæði í kross og ætlum að lista upp topp 5 R&B lög á morgun. Meirihluti toppfimmara er reyndar staddur á Kanarí eins og stendur en við Zvenni verðum bara að reyna að koma með enn betri lista í staðinn. Yljið ykkur við þetta þangað til:
Wednesday, October 10, 2007
Black Kids
Black Kids eru nýjasta hæpið sem allir eru að missa sig yfir og mér finnst það reyndar ekki vera að ástæðulausu. Það er nú ekkert sérstaklega auðvelt að verða sér úti um upplýsingar um hljómsveitina en þau eru allavega fimm (þar af eru tvö þeirra systkini) og koma frá Jacksonville í Flórída. Þau hafa aðeins gefið út fjögurra laga EP plötuna Wizard Of Ahhhs sem hægt er að downloada í heild á MySpace síðunni þeirra. Ef þið eruð ekki búin að ná í hana ennþá þá hvet ég ykkur til að gera það strax en byrjið endilega á I'm Not Gonna Teach Your Boyfriend How To Dance With You sem er svo catchy að ég er bara alltaf með það á heilanum.
Black Kids - I'm Not Conna Teach Your Boyfriend How To Dance With You
Saturday, October 6, 2007
Topp 5 upphafs trommutaktar - Jón Óskar
Á þeim stutta tíma sem ég hafði til að hræra saman í þennan lista rakst ég á ótal lög sem komu til greina, ég hefði til dæmis getað fyllt hann með Led Zeppelin lögum en ákvað að gera það ekki:P Þetta var algjör hausverkur og helst hefði ég viljað gera topp 20 lista en það er víst bannað. Ég er að gleyma fullt af lögum sem eiga heima hérna en þessi lög komu fyrst upp í hugann á mér:
5. Judith – A Perfect Circle (Josh Freese)
Ekki margar nótur en smellpassar við lagið....góður pungur í þessu!!!
(Vert er að geta þess að ég var mjög ánægður með að finna APC lag sem átti skilið að vera á listanu þar sem ég fann því miður ekkert lag með Meat Loaf , Creed eða Dave Matthews Band til að pirra Kristínu ;) )
4. Ticks & Leeches – Tool (Danny Carey)
Frantic tribal bít sem byrjar þetta lag og setur upp það sem koma skal. Töff!!!
3. Sunday Bloody Sunday – U2 (Larry Mullin Jr.)
Mjög töff bít hjá honum Larry kallinum, smekklegur að vanda. Frábær byrjun á frábæru lagi.
2. Rock and Roll – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Það er nú eiginlega skylda að hafa þetta lag á listanum...klassík.
1. When The Levee Brakes – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Þetta grúv er bara svo feitt að það verður að vera í fyrsta sætinu...eitt flottasta grúv ever!!!
Lög sem ég hefði gjarnan vilja setja á listann en hafði ekki pláss fyrir eru t.d. D’yer M’aker með Led Zeppelin, það og Hey Johnny Park með Foo Fighters eru þannig að maður getur ekki annað en lofttrommað við þau. Ants Marching með Dave Matthews Band, hverjum hefði dottið í hug að spila bara þrjú backbeat slög sem intro að lagi???!!! Welcome to the Fold með Filter...annað intro sem er mjög stutt en svínvirkar...Kooks On Parade með Stanton Moore, New Orleans street beat sem fær mann til að hrista á sér rassinn um leið og maður heyrir það. I Got Cash með The Brooklyn Funk Essential, það intro er með jafn mikið attitude og söngvarinn í laginu. Light My Fire með The Doors, bara eitt sneriltrommuslag, ekkert fancy en töff...og síðast en ekki síst Shadows In The Rain með The Police, Steward Copleland með mjög svo smekklegt stöff á hi-hattinn.
5. Judith – A Perfect Circle (Josh Freese)
Ekki margar nótur en smellpassar við lagið....góður pungur í þessu!!!
(Vert er að geta þess að ég var mjög ánægður með að finna APC lag sem átti skilið að vera á listanu þar sem ég fann því miður ekkert lag með Meat Loaf , Creed eða Dave Matthews Band til að pirra Kristínu ;) )
4. Ticks & Leeches – Tool (Danny Carey)
Frantic tribal bít sem byrjar þetta lag og setur upp það sem koma skal. Töff!!!
3. Sunday Bloody Sunday – U2 (Larry Mullin Jr.)
Mjög töff bít hjá honum Larry kallinum, smekklegur að vanda. Frábær byrjun á frábæru lagi.
2. Rock and Roll – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Það er nú eiginlega skylda að hafa þetta lag á listanum...klassík.
1. When The Levee Brakes – Led Zeppelin (John “Bonzo” Bonham)
Þetta grúv er bara svo feitt að það verður að vera í fyrsta sætinu...eitt flottasta grúv ever!!!
Lög sem ég hefði gjarnan vilja setja á listann en hafði ekki pláss fyrir eru t.d. D’yer M’aker með Led Zeppelin, það og Hey Johnny Park með Foo Fighters eru þannig að maður getur ekki annað en lofttrommað við þau. Ants Marching með Dave Matthews Band, hverjum hefði dottið í hug að spila bara þrjú backbeat slög sem intro að lagi???!!! Welcome to the Fold með Filter...annað intro sem er mjög stutt en svínvirkar...Kooks On Parade með Stanton Moore, New Orleans street beat sem fær mann til að hrista á sér rassinn um leið og maður heyrir það. I Got Cash með The Brooklyn Funk Essential, það intro er með jafn mikið attitude og söngvarinn í laginu. Light My Fire með The Doors, bara eitt sneriltrommuslag, ekkert fancy en töff...og síðast en ekki síst Shadows In The Rain með The Police, Steward Copleland með mjög svo smekklegt stöff á hi-hattinn.
Friday, October 5, 2007
Topp 5 byrjunartrommutaktar - Vignir
Ég hef oft stært mig af því við listafélaga mína að ég eigi ekkert erfitt með það að klippa listann minn niður. Ég er alltaf að segja að ég eigi svo auðvelt með að ákveða hvaða lag eigi að vera nr. 5 og hvað eigi ekki heima á lokalistanum. Ég ét þessi orð ofan í mig í dag. Þetta var svo ótrúlega erfiður listi, þ.e.a.s. að hafa bara 5 lög á honum. En jæja, here goes...
5. Interpol - PDA
Mikilvægasti parturinn í góðu popplagi eru trommurnar. Það segi ég og ég veit um a.m.k. einn stjörnupródúser sem er sammála mér. Að láta lag byrja á trommunum er að sýna strax í upphafi hver kjarni lagsins er og á hverju er síðan byggt. Interpol menn byrja hér einmitt á mjög sterkum trommuleik sem keyrir lagið áfram alla leið í gegn.
4. Deftones - Digital Bath
Sándið á trommunum er svo ótrúlega flott! Ég veit ekki hvað þeir gerðu til að bassatromman sándaði svona eða að láta heyrast svona í tom-tomunum(kannski getur Jón Óskar sagt mér það) en ég gruna stafrænu byltinguna um að hafa hjálpað þarna til.
3. Radiohead - Airbag
Radiohead menn klipptu upp trommuleik Phil Selway og plástruðu honum aftur saman í tölvunni. Útkoman er virkilega flottur taktur sem að hr. Selway fer samt auðveldlega með að spila live.
2. Queens of the Stone Age - Song for the Dead
Dave Grohl minnir aldeilis á sig í þessu lagi og byrjar lagið með virkilega flottu sólói áður en að hann bombar laginu af stað eins og búmerangi fullu af rokkogróli.
1. Liars - Drum and the Uncomfortable Can
Lagið byrjar á alveg ótrúlega flottum trommuspili sem síðan heldur bara áfram í gegnum allt lagið. Hér er spilað á tvær trommur og flóknar míkrófón uppstillingar notaðar til að ná fram virkilega flottu sándi.
Honorable Mentions:
Sparta - Cut Your Ribbon(lagið sem gaf mér hugmyndina að þessum lista)
Joy Division - Love Will Tear Us Apart
Battles - Atlas
The Smiths - The Queen is Dead
Tool - Ticks & Leeches
Bloc Party - Like Eating Glass
Smashing Pumpkins - Geek U.S.A
P.S. set upp linka seinna
5. Interpol - PDA
Mikilvægasti parturinn í góðu popplagi eru trommurnar. Það segi ég og ég veit um a.m.k. einn stjörnupródúser sem er sammála mér. Að láta lag byrja á trommunum er að sýna strax í upphafi hver kjarni lagsins er og á hverju er síðan byggt. Interpol menn byrja hér einmitt á mjög sterkum trommuleik sem keyrir lagið áfram alla leið í gegn.
4. Deftones - Digital Bath
Sándið á trommunum er svo ótrúlega flott! Ég veit ekki hvað þeir gerðu til að bassatromman sándaði svona eða að láta heyrast svona í tom-tomunum(kannski getur Jón Óskar sagt mér það) en ég gruna stafrænu byltinguna um að hafa hjálpað þarna til.
3. Radiohead - Airbag
Radiohead menn klipptu upp trommuleik Phil Selway og plástruðu honum aftur saman í tölvunni. Útkoman er virkilega flottur taktur sem að hr. Selway fer samt auðveldlega með að spila live.
2. Queens of the Stone Age - Song for the Dead
Dave Grohl minnir aldeilis á sig í þessu lagi og byrjar lagið með virkilega flottu sólói áður en að hann bombar laginu af stað eins og búmerangi fullu af rokkogróli.
1. Liars - Drum and the Uncomfortable Can
Lagið byrjar á alveg ótrúlega flottum trommuspili sem síðan heldur bara áfram í gegnum allt lagið. Hér er spilað á tvær trommur og flóknar míkrófón uppstillingar notaðar til að ná fram virkilega flottu sándi.
Honorable Mentions:
Sparta - Cut Your Ribbon(lagið sem gaf mér hugmyndina að þessum lista)
Joy Division - Love Will Tear Us Apart
Battles - Atlas
The Smiths - The Queen is Dead
Tool - Ticks & Leeches
Bloc Party - Like Eating Glass
Smashing Pumpkins - Geek U.S.A
P.S. set upp linka seinna
Topp 5 upphafstrommur - Erla Þóra
5. Man Man – Black Mission Goggles
Kooky og skemmtilegt. Já og by the by... svei mér þá ef þessi klippa er ekki bara frá tónleikunum sem við fórum á út í NY í jan.
4. Sweet – Ballroom Blitz
Hallærislegt og skemmtilegt.
3. Led Zeppelin – D’yer Maker
Ohh þetta lag er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Fæ alveg fiðring þegar ég heyri byrjunina.
2. Iggy Pop – Lust for Life
Hversu fyndið var það á Glastonbury þegar hann bauð öllum tónleikagestunum upp á svið og svo vildi enginn fara niður?? Hahahahaha :) En já flott byrjun.
1. The Knack - My Sharona
Tengi þetta lag mjög sterklega við hana systir mína og auðvitað við Reality Bites. Dansi dansi lag :)
Kooky og skemmtilegt. Já og by the by... svei mér þá ef þessi klippa er ekki bara frá tónleikunum sem við fórum á út í NY í jan.
4. Sweet – Ballroom Blitz
Hallærislegt og skemmtilegt.
3. Led Zeppelin – D’yer Maker
Ohh þetta lag er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Fæ alveg fiðring þegar ég heyri byrjunina.
2. Iggy Pop – Lust for Life
Hversu fyndið var það á Glastonbury þegar hann bauð öllum tónleikagestunum upp á svið og svo vildi enginn fara niður?? Hahahahaha :) En já flott byrjun.
1. The Knack - My Sharona
Tengi þetta lag mjög sterklega við hana systir mína og auðvitað við Reality Bites. Dansi dansi lag :)
Topp 5 upphafstrommur - Krissa
5. Dungen - Panda
Ég hef nú ekkert hlustað mikið á Dungen. Ég man að e-r skrifaði Ta Det Lungt fyrir mig rétt eftir að hann kom út og gaf mér og ég hlustaði rosa mikið á eitt eða tvö lög en féll aldrei neitt sérstaklega fyrir pötunni í heild sinni. Hinsvegar verður það ekki tekið af Gustav Ejstes að trommurnar í byrjun Panda eru æði! :)
4. The Knack - My Sharona
Alltaf þegar ég heyri þetta langar mig að taka dansinn úr Reality Bites...ég er alltaf að reyna að plata fólk í svoleiðis vitleysu í 10-11 á nóttunni en það er aldrei neinn til í það. Ég skil ekkert afhverju...kannski vantar bara eitt stk Ethan Hawke til að koma hlutunum af stað...?
3. Wolf Parade - You Are a Runner And I Am My Father's Son
Þetta lag þetta lag þessi hljómsveit! Um leið og maður heyrir barið í trommurnar byrjar maður að taka eftir. Svo fer maður svona að boppa hausnum pínu með. Svo fer að verða erfitt að halda sér í sætinu. Einfalt, áhrifaríkt og flott. Fullkomin byrjun á einu besta lagi frábærrar plötu!
2. Battles - Race In
Fyrst var Atlas í brjáluðu uppáhaldi hjá mér og ég hlustaði eiginlega bara á það á repeat. Þegar ég fór svo að hlusta á plötuna í gegn fattaði ég þetta lag. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að sitja kyrr þegar þetta byrjar og trommurnar eru svo mikið build up að einhverju að maður bíður í eftirvæntingu eftir hvað kemur næst. Yndi!
1.The Beatles - Tomorrow Never Knows
Þetta er bara uppáhalds uppáhalds uppáhalds! Það er svo fáranlega flott þegar trommurnar byrja! Jebus minn!
Honourable mention vikunnar fær svo Sigur Rós fyrir bæði Sæglópur og Hoppípolla! Fannst ég eiginlega ekki geta sett þau á listann því í báðum lögum koma trommurnar ekki inn fyrr en í miðju lagi og ég veit ekki alveg með að kalla það 'upphafstrommur'. En þegar þær koma, 'byrjunin á trommununum'...úff!!!
Ég hef nú ekkert hlustað mikið á Dungen. Ég man að e-r skrifaði Ta Det Lungt fyrir mig rétt eftir að hann kom út og gaf mér og ég hlustaði rosa mikið á eitt eða tvö lög en féll aldrei neitt sérstaklega fyrir pötunni í heild sinni. Hinsvegar verður það ekki tekið af Gustav Ejstes að trommurnar í byrjun Panda eru æði! :)
4. The Knack - My Sharona
Alltaf þegar ég heyri þetta langar mig að taka dansinn úr Reality Bites...ég er alltaf að reyna að plata fólk í svoleiðis vitleysu í 10-11 á nóttunni en það er aldrei neinn til í það. Ég skil ekkert afhverju...kannski vantar bara eitt stk Ethan Hawke til að koma hlutunum af stað...?
3. Wolf Parade - You Are a Runner And I Am My Father's Son
Þetta lag þetta lag þessi hljómsveit! Um leið og maður heyrir barið í trommurnar byrjar maður að taka eftir. Svo fer maður svona að boppa hausnum pínu með. Svo fer að verða erfitt að halda sér í sætinu. Einfalt, áhrifaríkt og flott. Fullkomin byrjun á einu besta lagi frábærrar plötu!
2. Battles - Race In
Fyrst var Atlas í brjáluðu uppáhaldi hjá mér og ég hlustaði eiginlega bara á það á repeat. Þegar ég fór svo að hlusta á plötuna í gegn fattaði ég þetta lag. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að sitja kyrr þegar þetta byrjar og trommurnar eru svo mikið build up að einhverju að maður bíður í eftirvæntingu eftir hvað kemur næst. Yndi!
1.The Beatles - Tomorrow Never Knows
Þetta er bara uppáhalds uppáhalds uppáhalds! Það er svo fáranlega flott þegar trommurnar byrja! Jebus minn!
Honourable mention vikunnar fær svo Sigur Rós fyrir bæði Sæglópur og Hoppípolla! Fannst ég eiginlega ekki geta sett þau á listann því í báðum lögum koma trommurnar ekki inn fyrr en í miðju lagi og ég veit ekki alveg með að kalla það 'upphafstrommur'. En þegar þær koma, 'byrjunin á trommununum'...úff!!!
Trommutaktar - Zvenni
Something - Bítlarnir
Afbragðsintró hjá Ringo sem skilar hlustandanum mjúklega inn í eitt besta lag Harrison.
D'Yer Mak'er - Led Zeppelin
Soldið stílbrot hjá zeppelin en trommurnar standa fyrir sínu.
Muscle´n Flo - Menomena
Hef í raun ekki ennþá náð þessu bandi almennilega í heild en þetta lag er ansi töff. Trommurnar koma og fara, halda því fersku og lagið rís og fellur til skiptis.
No Pussy Blues - Grinderman
Byrjar á ritvélarslætti sem trommarinn tekur upp og heldur áfram með í gegn um lagið og styður Cave í lýsingu sinni á misheppnuðum tilraunum til að fullnægja grunnhvöt.
Rúdolf - Þeyr
Sigtryggur Baldursson leiðir lagið með frumstæðum og frumlegum takti. Kraftmikið lag sem trommuleikurinn heldur uppi frá upphafi til enda.
Afbragðsintró hjá Ringo sem skilar hlustandanum mjúklega inn í eitt besta lag Harrison.
D'Yer Mak'er - Led Zeppelin
Soldið stílbrot hjá zeppelin en trommurnar standa fyrir sínu.
Muscle´n Flo - Menomena
Hef í raun ekki ennþá náð þessu bandi almennilega í heild en þetta lag er ansi töff. Trommurnar koma og fara, halda því fersku og lagið rís og fellur til skiptis.
No Pussy Blues - Grinderman
Byrjar á ritvélarslætti sem trommarinn tekur upp og heldur áfram með í gegn um lagið og styður Cave í lýsingu sinni á misheppnuðum tilraunum til að fullnægja grunnhvöt.
Rúdolf - Þeyr
Sigtryggur Baldursson leiðir lagið með frumstæðum og frumlegum takti. Kraftmikið lag sem trommuleikurinn heldur uppi frá upphafi til enda.
Topp 5 byrjunar trommutaktar - Kristín Gróa
5. Bow Wow Wow - C30 C60 C90 Go!
Nýbylgjusveitin Bow Wow Wow með hina barnungu Annabella Lwin í fararbroddi voru mikið fyrir trumbuslátt og hér er hann í aðalhlutverki. Mér hefur alltaf fundist þetta skondna lag um að taka tónlist upp á kassettu alveg ferlega hressandi.
It used to break my heart when I went in your shop
And you said my records were out of stock
So I don't buy records in your shop
Now I tape them all, 'cause I'm Top of the Pops!
4. Wolf Parade - You Are A Runner And I Am My Father's Son
Það er ekki það að trommurnar séu eitthvað sérlega flóknar heldur eru þær svo ákveðnar og halda laginu gjörsamlega uppi. Þetta er fyrsta lagið á plötunni og virkar á mig sem svona "HEI VIÐ ERUM BYRJAÐIR AÐ SPILA!" og þá er ekkert annað að gera en að hlusta. Að byrja fyrstu plötuna sína svona er bara alveg ótrúlega svalt múv.
3. Animal Collective - The Purple Bottle
Eitt besta lagið á hinni stórgóðu Feels byrjar á hressum og óvenjulegum trommuslætti sem brýst svo auðvitað út í allsherjar rugl og skemmtilegheit.
2. The Knack - My Sharona
Ég held að fátt segi meira "komum okkur í stuðið og dönsum eins og kjánar!" heldur en upphafstakturinn í þessu lagi. Bara það að allir þekkja lagið samstundis um leið og trommurnar byrja er næg sönnun þess að þetta lag á erindi á listann.
1. Bauhaus - Bela Lugosi's Dead
Fyrsta smáskífa og án efa þekktasta lag bresku gothrokkaranna í Bauhaus byrjar á svalasta og mest eery takti sem ég hef heyrt. Fyrstu tvær mínúturnar er mest lítið í gangi nema þessi taktur og að mínu mati setur það algjörlega tóninn fyrir þetta drungalega lag.
Nýbylgjusveitin Bow Wow Wow með hina barnungu Annabella Lwin í fararbroddi voru mikið fyrir trumbuslátt og hér er hann í aðalhlutverki. Mér hefur alltaf fundist þetta skondna lag um að taka tónlist upp á kassettu alveg ferlega hressandi.
It used to break my heart when I went in your shop
And you said my records were out of stock
So I don't buy records in your shop
Now I tape them all, 'cause I'm Top of the Pops!
4. Wolf Parade - You Are A Runner And I Am My Father's Son
Það er ekki það að trommurnar séu eitthvað sérlega flóknar heldur eru þær svo ákveðnar og halda laginu gjörsamlega uppi. Þetta er fyrsta lagið á plötunni og virkar á mig sem svona "HEI VIÐ ERUM BYRJAÐIR AÐ SPILA!" og þá er ekkert annað að gera en að hlusta. Að byrja fyrstu plötuna sína svona er bara alveg ótrúlega svalt múv.
3. Animal Collective - The Purple Bottle
Eitt besta lagið á hinni stórgóðu Feels byrjar á hressum og óvenjulegum trommuslætti sem brýst svo auðvitað út í allsherjar rugl og skemmtilegheit.
2. The Knack - My Sharona
Ég held að fátt segi meira "komum okkur í stuðið og dönsum eins og kjánar!" heldur en upphafstakturinn í þessu lagi. Bara það að allir þekkja lagið samstundis um leið og trommurnar byrja er næg sönnun þess að þetta lag á erindi á listann.
1. Bauhaus - Bela Lugosi's Dead
Fyrsta smáskífa og án efa þekktasta lag bresku gothrokkaranna í Bauhaus byrjar á svalasta og mest eery takti sem ég hef heyrt. Fyrstu tvær mínúturnar er mest lítið í gangi nema þessi taktur og að mínu mati setur það algjörlega tóninn fyrir þetta drungalega lag.
Thursday, October 4, 2007
Næsti listi...
Vignir skámáglingur minn er einn af þessum mönnum sem rythminn getur heltekið án nokkurs fyrirvara. Hann hefur oft talað um að þegar hann heyrir viss lög þá tekur hann einfaldlega ekki nokkra ábyrgð á því sem útlimirnir gera. Ég hef orðið vitni að þessu ástandi og það er SVAKALEGT. Allavega... þá valdi hann lista vikunnar og það kom engum á óvart að drengurinn valdi topp 5 upphafs trommutakta í lögum svo við höfum öll verið í mjög taktlegum pælingum þessa vikuna.
Okkur er líka sérstök ánægja að tilkynna að þessa vikuna erum við með gestalistamann sem hefur sko aldeilis vald á kjuðunum. Það er enginn annar en trommarinn, FÍH dúddinn, Hljóðfærahússstarfsmaðurinn og fornleifafræðineminn Jón Óskar Jónsson sem ætlar að koma með sitt sérfræðiálit á lista vikunnar.
Okkur er líka sérstök ánægja að tilkynna að þessa vikuna erum við með gestalistamann sem hefur sko aldeilis vald á kjuðunum. Það er enginn annar en trommarinn, FÍH dúddinn, Hljóðfærahússstarfsmaðurinn og fornleifafræðineminn Jón Óskar Jónsson sem ætlar að koma með sitt sérfræðiálit á lista vikunnar.
Topp 5 boyband lög - Krissa
Jább, allt of sein, comme toujours. En ég bara varð að fá að vera með...
Bay City Rollers - I Only Want To Be With You
Þetta er bara of fyndið og skemmtilegt! Eins og outfitin séu ekki nógu slæm heldur eru danssporin verri!
The Monkees - Daydream Believer
Það er náttúrulega ekki hægt að gera boyband lista án The Monkees og þetta lag er í pínu uppáhaldi. Auk þess heyrði ég actually annað boyband (held það hafi bara verið Boyzone! ojjj) covera það einhvern tíma fyrir löngu síðan (þegar ég var yngri og vitlausari). Það er auðvitað muuun betra með Monkees :)
The Temptations - Old Man River
Víjjj...Melvin Franklin er rosalegur! Styð þetta! :)
Jackson 5 - Ain't No Sunshine
Æjj þegar Michael var ennþá krútt! Þetta lag er bara svo gott!
N'Sync - Gone
Ég hlustaði aldrei neitt á N'Sync og ég held að þetta sé í alvörunni eina lagið sem ég þekki með þeim EN það er líka æði...þrátt fyrir að ég sjái JT krullhærðan fyrir mér í hvert skipti sem ég heyri það ;)
Lagið er hinsvegar enn flottara þegar JT flytur það einn...sérstaklega í París og svona...fínir tónleikar :)
Bay City Rollers - I Only Want To Be With You
Þetta er bara of fyndið og skemmtilegt! Eins og outfitin séu ekki nógu slæm heldur eru danssporin verri!
The Monkees - Daydream Believer
Það er náttúrulega ekki hægt að gera boyband lista án The Monkees og þetta lag er í pínu uppáhaldi. Auk þess heyrði ég actually annað boyband (held það hafi bara verið Boyzone! ojjj) covera það einhvern tíma fyrir löngu síðan (þegar ég var yngri og vitlausari). Það er auðvitað muuun betra með Monkees :)
The Temptations - Old Man River
Víjjj...Melvin Franklin er rosalegur! Styð þetta! :)
Jackson 5 - Ain't No Sunshine
Æjj þegar Michael var ennþá krútt! Þetta lag er bara svo gott!
N'Sync - Gone
Ég hlustaði aldrei neitt á N'Sync og ég held að þetta sé í alvörunni eina lagið sem ég þekki með þeim EN það er líka æði...þrátt fyrir að ég sjái JT krullhærðan fyrir mér í hvert skipti sem ég heyri það ;)
Lagið er hinsvegar enn flottara þegar JT flytur það einn...sérstaklega í París og svona...fínir tónleikar :)
Wednesday, October 3, 2007
Tusk
Að öllu öðru og öðrum ólöstuðum þá get ég varla ímyndað mér meira afslappandi kvöld en þetta kvöld. Ég sit ein heima í stofu með rauðvínsglas, fullt af kertum, er að skoða kjóla á ebay og er með hina syndsamlega vanmetnu Fleetwood Mac snilld Tusk á fóninum. Ég mæli svo eindregið með þessu vídjói hérna sem er clip úr heimildamynd þar sem verið er að fjalla um lagið Angel sem er einmitt að finna á plötunni.
Nellie McKay
Ég veit ekki alveg hvernig á að skilgreina tónlist Nellie McKay en ef ég ætti að reyna þá dettur mér í hug að kalla hana einhverskonar pólitíska djass- og söngleikjaskotna Fionu Apple en það er samt frekar tæp lýsing. Hún var að gefa út nýja plötu sem heitir Obligatory Villagers og hefur verið að fá svona tæplega þokkalega dóma fyrir hana hjá bæði Pitchfork, Rolling Stone og PopMatters. Burtséð frá því öllu þá finnst mér lagið Identity Theft ferlega skrítið og skemmtilegt. Ég læt líka fylgja með lag af síðustu plötu sem var í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem stúlkan ræðst á dýratilraunir Columbia háskóla.
Nellie McKay - Identity Theft
Nellie McKay - Columbia Is Bleeding
Tuesday, October 2, 2007
José González
Hinn argentísk-ættaði-en-sænsk-fæddi José González var að gefa út sína aðra plötu í síðustu viku sem nefnist In Our Nature. Ég hlustaði reyndar aldrei á fyrri plötuna hans, Veneer, í heild sinni en líkaði þó það sem ég heyrði nógu mikið til að fara alein á tónleikana sem hann hélt á NASA á sínum tíma. José hefur tekið ófáar ábreiður af þekktum lögum og ég man að þegar hann tók Massive Attack lagið Teardrop á þessum tónleikum þá fannst mér eins og það hlyti að vera flottasta cover allra tíma. Ég fékk allavega gæsahúð uppúr og niðrúr. Þetta lag er einmitt á nýju plötunni og er enn alveg rosalega flott. Hans eigin lög eru líka alveg pottþétt og á nýju plötunni er ég sérstaklega hrifin af laginu Killing For Love.
José González - Teardrop
José González - Killing For Love
Crystal Castles
Nú er sko aldeilis kominn tími á smá þriðjudagshressleika. Crystal Castles koma frá Toronto og spila elektróník eins og enginn sé morgundagurinn. Sándið sitt fá þau víst með því að setja Atari 5200 hljóðflögu inn í hljómborð. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en það passar allavega að því leyti til að Crystal Castles er gamall Atari tölvuleikur svo kannski kemur nafnið einmitt þaðan. Ég mæli eindregið með laginu Air War enda efast ég um að nokkur geti setið kyrr með það í gangi. Sama má í raun segja um remixið þeirra af Bloc Party laginu Hunting For Witches sem er ferlega smellið.
Crystal Castles - Air War
Bloc Party - Hunting For Withces (Crystal Castles remix)
Subscribe to:
Posts (Atom)