Thursday, June 14, 2007

The Puppini Sisters & The Pipettes

Það eru tvær keimlíkar en um leið nokkuð ólíkar "stelpuhljómsveitir" sem spila á Glastonbury þetta árið. Það eru þriggja stúlkna vocal sveitin The Puppini Sisters og átta manna sixtís poppsveitin The Pipettes.



The Puppini Sisters eru þær Marcella Puppini, Stephanie O'Brien og Kate Mullins sem syngja með backup hljómsveit. Á plötunni þeirra, Betcha Bottom Dollar, taka þær mörg þekkt lög og syngja í 40's stíl. Þar á meðal eru lög sem áður hafa verið sungin í svipuðum stíl (Mr. Sandman) en einnig ný lög sem forvitnilegt er að heyra í nýjum búningi (Wuthering Heights, Panic). Þetta hefur visst skemmtanagildi og svo eru þær líka svo gasalega smart í 40's fötunum sínum!

The Puppini Sisters - Heart Of Glass



The Pipettes eru þær Becki Pipette, Gwenno Pipette og Rose Pipette (ekki þeirra eigin nöfn) ásamt fimm manna hljómsveit sem eru stundum nefndir The Cassettes en eru í raun hluti af hljómsveitinni. Sveitin var "búin til", þ.e. hugmyndin var að gera nútímalega 60's stelpuhljómsveit sem samanstæði af þremur söngkonum í samstæðum fötum sem syngju eðalpopp. Hér eru engar ábreiður heldur öll lagin frumsamin og að mínu mati tókst einstaklega vel til því þetta eru ekta stelpuhljómsveitarlög... poppuð, catchy og skemmtileg. Ég er auðvitað sucker fyrir svona sixtís sveitum svo ég beit strax á agnið og hlustaði á fátt annað í sumarfríinu mínu í fyrra. Ef það er til fullkomin tónlist til að hlusta á liggjandi við sundlaugarbarminn á frönsku rívíerunni þá er það þetta :)

The Pipettes - Pull Shapes

2 comments:

Erla Þóra said...

Báðar svooo góðar hljómsveitir!
Var svo fyndið í fyrra las ég grein um Puppini Sisters í einhverju Guardian aukablaði og í smá google-misskilningi stömblaði ég á Pipettes í staðinn og uppgötvaði þær því bara óvart.

5 dagar!

Krissa said...

5 DAGAAAAAR!!!

Ég man einmitt aldrei muninn hehe