Friday, June 15, 2007

Topp 5 Glasto moments - Krissa

Úff, velja 5 sem ég hlakka mest til að sjá? Það verður svo hrikalega margt í boði að ég enda örugglega á að hanga inni í tjaldi alla daga bara til að þurfa ekki að velja! Með line-up sem samanstendur af öllu frá Billy Bragg yfir í Chumbawamba acoustic, Mr Bojangles' Moustache yfir í Cous Cous Torture Company og The Soundscarriers yfir í The Huckleberries!?! Hver getur valið?

En að öllu gríni slepptu, þegar maður lendir í því 'lúxusvandamáli' að vera staddur í besta hugsanlega félagsskap á festivali þar sem maður byrjar á að horfa á Arcade Fire og ræður svo hvort maður fer og sér Arctic Monkeys, Björk, Hot Chip, Damien Rice eða Four Tet strax á eftir er lífið bara svo gott að ég held að málið sé að stressa sig ekkert á neinu heldur njóta þess að vera á Glastonbury, hitta fullt af skemmtilegu fólki, dansa á silent disco, horfa á mynd á Cinema Field, fá mér grænmetismorgunmat í Green Fields, hanga í Stone Circle, fara í casino í Lost Vagueness, gifta sig í the Chapel of Love&Loathing, dansa af sér rassinn við Chemical Brothers!!! og sjá og heyra helling af góðri tónlist...t.d. þetta:

5. Trabant
Þegar dagskráin á stóru sviðunum og tjöldunum klárast á laugardagskvöldið hlakka ég ofboðslega til að rölta í Lost Vagueness, fara í gamlan Oxfam kjól, hlæja að strákunum í gömlum smókingum með pípuhatta og fara svo í casinoið og dansa af okkur rassinn innan um allt svita- og glimmercoveraða fólkið sem þar hangir...klárlega besta venue sem til er fyrir Trabant!

4. Gogol Bordello - Start Wearing Purple
Hlakka óneitanlega til að fara með hópnum á Gogol Bordello. Stutt upphitun var tekin á Freyjugötunni um síðustu helgi og efast ég ekki um að trampið, hoe-downið, kjánadansinn og lætin verða enn skemmtilegri þegar við hlustum á þá live!

3. Modest Mouse - Tiny Cities Made of Ashes
Við Kristín sáum Modest Mouse sumarið 2004 og það var gaaaman! Ég bjóst svo innilega ekki við að þeir yrðu jafn góðir live og þeir eru. Þ.a.l. hlakka ég ekkert smá til að sjá þá aftur núna...rafmagnskontrabassi and all! :)

2. Beirut - Postcards from Italy
Jebus ég vil svo ekkert vera að rifja upp hversu oft ég er búin að renna Gulag Orkestar í gegn. Að fá að sjá Postcards from Italy live á litlu útisviði síðasta kvöldið akkurat þegar það er að verða dimmt og allir eru að njóta þess eins mikið og hægt er að vera á Glasto áður en þeir neyðast til að fara heim verður klárlega einn af hápunktum helgarinnar!

1. Arcade Fire - Rebellion (Lies)
Úff! Mig er búið að langa að sjá Arcade Fire síðan ég heyrði Funeral fyrst. Í hvert skipti sem ég heyri eitthvað frá þeim magnast sú löngun, svo ekki sé talað um hvert skipti sem ég sé eitthvað af þeim live!
Það sem ég hef séð af þeim bendir bara til þess að þau séu, hvert og eitt einasta, búin til til að vera á sviði! Orkan, gleðin og brjálæðið er bara yndi. Mig grunar að þetta verði tónleikarnir sem ég eigi eftir að vera óþolandi þegar ég tala um eftir að ég kem heim..."vá, þetta var bara svooo gaman og skemmtilegt og fyndið og rosalegt og, bara, VÁ!
Svo er Glastohópurinn okkar líka hópurINN til að sjá Arcade Fire með!


Svo má alltaf láta sig dreyma um að Pete og Carl taki The Good Old Days einhvers staðar saman. Úff, það myndi bara fullkomna helgina!!! Að geta sungið hástöfum með Good Old Days með Kristínu minni, Erlu minni og tilvonandi eiginmanninum, á Glastonbury, með bæði Pete og Carl á sviði fyrir framan sig?!? Úff! Ef það gerist ekki verðum við bara að vona að við sjáum Pete á röltinu eins og síðast - þá pikka ég í hann og bið hann með fallegasta brosinu mínu um a capella flutning! :D

2 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

vá hvað við erum ófrumleg :)

Krissa said...

We are not! Við erum bara svo brjálæðislega sammála um hvað við viljum sjá! ;P