Friday, June 15, 2007

Topp 5 mest spennandi Glastó moment - Kristín Gróa



5. The Chemical Brothers - Hey Boy Hey Girl / The Who - My Generation

Það er mega conflict í gangi á sunnudagskvöldinu því þar rekast á The Who og The Chemical Brothers. Ég get bara ekki ákveðið hvort mig langar meira að sjá því ég býst ekki við öðru en að báðir tónleikarnir verði mjög góðir. Ég held að Chemical Brothers settið verði algjör killer og þó ég sé ekki þekkt fyrir að dansa mikið þá myndi ég sko dansa við þá. Aftur á móti er þetta örugglega eini sénsinn sem ég hef til að sjá Who og að sjá þá spila My Generation á stóru túni með fleiri þúsund Bretum á lokakvöldi Glastonbury er væntanlega eins gott og það getur orðið. Já það er úr vöndu að ráða.

4. Beirut - Postcards From Italy

Það var nú ekkert lítið sem ég hlustaði á þetta lag á sínum tíma og ég fæ enn smá kitl í magann þegar lúðrabreikið kemur. Úff. Ég hef ekki séð Beirut á sviði áður og þar sem ég held að við séum öll mjög spennt fyrir því þá sé ég fyrir mér dans með bros á vör í sólskininu þegar þetta lag verður spilað.

3. The Libertines - The Good Old Days

Nú eru bæði Dirty Pretty Things og Babyshambles að spila á hátíðinni svo ég tel ágætis líkur á því að annað hvort Carl eða Pete taki eins og einn gamlan Libertines slagara. Þeir gera það mjög oft og þó ég sé kannski ekkert ofur bjartsýn á að þetta lag verði fyrir valinu þá held ég í vonina. Það myndi það gleðja mitt litla hjarta svo ofboðslega mikið að heyra það!

2. Modest Mouse - Paper Thin Walls

Við sáum Modest Mouse á Reading '04 (og fáum enn martraðir um hvíta rafmagnsbassann... GAHHH) og þó ég hefði ekki hlustað á neitt með þeim nema Good News... fyrir þá tónleika þá skemmti ég mér svo svakalega vel að ég dauðsá eftir því að hafa ekki kynnt mér þá fyrr. Nú hef ég aftur á móti hlustað meira á þá en góðu hófi gegnir og held þess vegna að ég muni skemmta mér enn betur í þetta sinn. Það er ekki auðvelt að velja eitt lag fram yfir annað en þetta er svo hresst og skemmtilegt að það passar fullkomlega fyrir Glasto :)

1. The Arcade Fire - Rebellion (Lies)

Mig hefur svo lengi langað til að sjá Arcade Fire og nú er loksins komið að því. Ég man enn hvað Funeral ruglaði algjörlega í hausnum á mér þegar ég heyrði hana fyrst. Ég vissi ekkert hvað ég var að kaupa, var bara að lesa árslista Pitchfork þar sem þessi plata var á toppinum og ákvað að panta hana að utan. Úff hún kom ánægjulega á óvart þó ekki sé meira sagt. Ég er í raun spennt fyrir að heyra öll lögin þeirra en þetta hefur samt vinninginn því það minnir mig á allt of skemmtilega tíma með Krissunni minni og Erlunni minni. Það er alveg fullkomið að við skulum allar sjá þau í fyrsta skipti saman og ég held að það verði án efa hápunktur þessarar hátíðar :)

3 comments:

Vignir Hafsteinsson said...

Djöfulli er ég sammála þér! ;)

Ætli Arcade Fire tónleikarnir verði svona eins og Wolf Parade tónleikarnir? :)

Kristín Gróa said...

Ég held það!

Krissa said...

auts! við erum mest að hlakka til sömu mómentana! mind melt! ;P