Friday, June 15, 2007

Topp fimm Glastó móment - Vignir

Nú held ég að ég sé næstum bókstaflega að springa úr spenningi fyrir hátíðinni. Hérna eru þau lög og móment sem ég er spenntastur fyrir á þessari hátíð.

5. The Who - Baba O'Reilly
Ég veit ekki hversu mikið ég mun sjá af Who þar sem að Chemical Brothers eru á svipuðum tíma en ég vona innilega að þetta verði fyrsta lagið þeirra. Introið er svo mikil snilld, fyrst kemur hámark synthabrjálæðis Pete Townshend, svo kemur inn píanóið (svo tært og flott á Who´s Next?) og þegar trommurnar kikka inn er málið dautt.
Vonandi verður maður bara búinn að gleyma hversu oft þessu var nauðgað í Rockstar: Magni-ficent!

4. Maxïmo Park - Apply Some Pressure
Vá hvað ég mun hoppa mikið þegar þetta lag byrjar. Vonandi verður þetta eitt af seinustu lögunum, þannig að maður verði búinn að vera kominn í ofur mikið stuð þegar það skellur á.

3. Chemical Brothers - Block Rockin Beats
Ég mun svoleiðis ekki bera ábyrgð á því hvað líkaminn minn gerir á meðan á þessu lagi stendur! Dansflipp fyllt með nostalgíukasti og dash af ölæði. VÚHÚ! Það er reyndar spurning hvað það verður mikil orka eftir í manni þar sem að þeir eru að spila á sunnudagskvöldinu.

2. Modest Mouse - Dark Side of the Universe
Mér finnst nú ólíklegt að þetta lag verði spilað. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að seinustu tvær plöturnar muni fá mestu athygli drengjanna. En ef eitthvað verður spilað af The Moon and Antartica þá vona ég aldeilis að þetta lag verði fyrir valinu, eða Tiny Cities Made of Ash eða Alone Down There eða Paper Thin Walls eða I Came As a Rat eða Gravity Rides Everything eða bara hvaða lag sem er af plötunni! :)

1. Arcade Fire - Wake Up
Ég þurfti að velja eitt lag en andskotinn hvað það er erfitt. Ég hlakka alveg brjálæðislega til að heyra öll lög með þessari hljómsveit! Þetta lag kemst þó efst á óskalistann af því að það er svo ofur gott crowd lag, ég meina, allir geta sungið viðlagið :) Svo kemur skiptingin í laginu og stóri nördasláninn hleypur til og finnur harmonikku til að klára lagið. Scheise hvað þetta verður gaman.



og svo ein óskhyggja:
Dirty Pretty Things feat. Pete Doherty - The Good Old Days
Mér finnst að svona í seinni part tónleikanna ætti Carl Barat að segja að hann þyrfti að fá hjálp við næsta lag og segja að vinur hans ætli að syngja með honum. Svo kæmi Pete Doherty labbandi út á svið, gæfi Gary Powell high five og knúsaði Carl Barat. Svo myndu þeir syngja þetta lag, sem er ekki bara besta lag Libertines heldur líka eitt besta lag sem hefur verið samið á þessari öld.

3 comments:

Kristín Gróa said...

Ég held við þurfum ekkert mikið að slást um hvaða tónleika verður farið á hehehe.

Já og klárlega eru Carl og Pete saman að syngja The Good Old Days mikið betra en í sitthvoru lagi! Fingers crossed ;)

Vignir Hafsteinsson said...

Fingers crossed indeed :)

Krissa said...

HAHAHAHAHA

Ætli við myndum bara deyja úr gleði öll ef Carl og Pete tækju The Good Old Days saman? ;)