Wednesday, January 23, 2008

Like the city in Alaska?

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að ég er ekki fyrsta manneskjan til að segja þetta en VÁ hvað tónlistin í Juno er rugl flott! Fór semsagt á hana um helgina og soundtrackið er búið að vera á repeat hjá mér síðan. Garden State soundtrackið er búið að vera í uppáhaldi en þetta slær það svo auðveldlega út.

Lagavalið er hárrétt blanda af gömlu og nýju. Kimya Dawson á næstum helming þeirra, 5 solo og 3 með hljómsveitum sem hún er í, Antsy Pants og The Moldy Peaches. Svo er góður slatti af gömlu dóti inn á milli, The Kinks, The Velvet Underground, Mott the Hoople og Buddy Holly...og svo Belle and Sebastian! Skvít! Og lögin eru ekki bara frábær heldur smellpassa þau svo inn í myndina að manni finnst bara eins og þau hefðu getað verið skrifuð fyrir hana.

Ég man bara aldrei eftir að hafa heyrt minnst á Kimya Dawson áður en núna er ég með röddina á heilanum og skil ekkert í því að vera ekki búin að hlusta á hana nonstop! Hvar annars staðar heyrir maður t.d. svona gæðatexta:

"I like boys with strong convictions
and convicts with perfect diction
underdogs with good intentions
amputees with stamp collections"

"Call me up before you're dead
We can make some plans instead

Send me an IM, I'll be your friend"

Þannig að mér finnst að allir ættu að gera sér þann greiða að tékka á Juno... :)

Kimya Dawson - Tire Swing
Antsy Pants - Tree Hugger
The Moldy Peaches - Anyone Else But You
Michael Cera & Ellen Page - Anyone Else But You
The Kinks - A Well Respected Man
The Velvet Underground - I'm Sticking With You



Og while I'm at it, skyldulesning: Love is a Mixtape. Sérstaklega ef maður er lovey dovey tónlistarnörd. Hver kafli byrjar á mixtape lagalista...það væri awesome að vera búin að verða sér úti um öll lögin, setja saman playlista og hlusta á meðan maður les kaflann. Jább!

1 comment:

Anonymous said...

ef þú hefur áhuga á kimyu póstaði ég um hana fyrir nokkrum mánuðum... http://kristjangud.blogspot.com/2007/10/kimya-dawson-special.html
annars bara takk fyrir að vera svona aktívir bloggarar.

kv.
kristjangud