Tuesday, January 15, 2008

Minnie Riperton


Lag vikunnar hjá mér er Les Fleur með amerísku söngkonunni Minnie Riperton sem var víst með raddsvið upp á fimm og hálfa áttund. Hvernig er það hægt?! Hún náði nokkrum frama á sjöunda og áttunda áratugnum en lést svo úr krabbameini árið 1979 aðeins 32ja ára gömul. Lagið rak á fjörur mínar alveg óvart í fyrra þegar vinur minn bað um hjálp við að finna það. Ég hafði þá aldrei heyrt það áður og var búin að steingleyma því aftur þangað til um daginn þegar ég rakst á það. Þetta er alveg rosalega flott lag og söngurinn mjög smooth og flottur. Lagið Lovin' You er reyndar þekktasta lag Minnie en mér finnst það standa hinu langt að baki.

Minnie Riperton - Les Fleur
Minnie Riperton - Lovin' You

2 comments:

Krissa said...

Fimm og hálf ÁTTUND?!? Sheize!

Ég eeelska þetta lag!

Anonymous said...

Les Fleur er stórkostlegt lag og krafturinn í viðlaginu nálgast einhvers konar trúarlega upplifun. Lagið hefði getað passað mjög vel inn í Jesus Christ Superstar. Þegar Minnie Ripperton fer upp í hæstu tónana hljómar hún næstum eins og þeramín.