5. Velvet Revolver
Árið 2003 þegar platan Contraband kom út voru menn ekkert voðalega spenntir. Söngvarinn úr Stone Temple Pilots að syngja með gaurunum úr Guns n' Roses. Algjört skallarokk örugglega. Eini galinn við að vera neikvæður var að þetta var bara mjög gott. Straight up rokk sem sem minnir á blæjubíla, bjór og Bollywood(mér datt ekki neitt annað sem byrjaði á B).
4. Pink Floyd - Live 8
Saga Pink Floyd er löng og dramatísk saga. Geðsýki, ótrúlegir hæfileikar, ofuregó, barátta við frægðina og stór svín. Þegar Roger Waters hætti árið 1985 fylgdi löng barátta milli hans og eftirstandandi meðlima Pink Floyd um réttinn á nafninu og fleira ofuregósvesen. Þó komu upp af og til orðrómar um að þeir ætluðu að taka aftur saman, í eina tónleika eða stundum í heila tónleikaferð eða m.a.s. nýja plötu. Það eina sem vantaði alltaf upp á var írskur góðgerðarmaður sem fer sjaldan í sturtu. Bob Geldof, sem lék aðalhlutverkið í Wall myndinni, náði að gera hið ómögulega: Að fá þessa menn til að standa saman á sviði og spila nokkur lög. Endurkoma Pink Floyd voru án alls vafa hápunktur Live 8 tónleikanna og þeir litu m.a.s. út fyrir að hafa gaman af því að spila saman. Reyndar kom aldrei neitt meira út úr þessu eins og fólk var að vonast til en þetta var þó gaman meðan þetta endist í þessar fáu mínútur.
3. Tina Turner
Í byrjun 9. áratugsins var stjarna Tinu Turner ekki há. Eftir stormasamt hjónaband með Ike Turner var hún útlamin á líkama og sál. En litla Anna Mae frá Tennessee var ekki búin að syngja sitt síðasta. Hún reif sig upp, búddaði sig í betra ástand og hóf langa og stranga uppbyggingu á sólóferlinum sínum. Það takmark náðist loks með útgáfu Private Dancer plötunnar þar sem hún söng sína leið aftur inn í hjarta fólks, þ.á.m. föður míns sem spilaði Tinu óspart á mínum uppvaxtarárum.
2. Elvis
Þegar Elvis kom aftur úr hernum á 7. áratugnum þá voru allir eiginlega búnir að gleyma honum. Hann eyddi áratugnum í hundlélegum bíómyndum sem hann rölti í gegnum. Það voru allir komnir í Bítlana og árið 1968 þá var Elvis farinn að vera bara eitthvað gamalt og öllum fannst betra rokk til heldur en það sem hann gerði. Elvis þurfti að minna á sig og tók því þátt í TV special um... sjálfan sig! Þátturinn gekk alveg upp og var víst vinsælasta "TV Special" ársins og minnti alla á hvað hann væri góður performer og gerði honum kleyft að enda feril sinn með reisn í Las Vegas(eða kannski ekki reisn).
Þessi sjónvarpsþáttur er alveg frábær og ég man eftir því að hafa rekist einhvern tímann á þetta í sjónvarpinu og þetta er algjör snilld. Elvis í leðurgallanum fyrir framan risa ELVIS skilti. Svalasti maður í heimi!
1. Johnny Cash
Johnny Cash kom oft með comeback á sínum ferli. Í raun er erfitt að tala um comeback hjá svona stjörnum eins og Cash og Elvis, í raun voru menn bara að minna aftur á sig. Johnny Cash gerði þetta t.d. með Folsom Prison plötunni sinni sem varð gríðarlega vinsæl.
En það sem ég vildi tala um hérna var samstarf hans með Rick Rubin. Rick Rubin hafði samband við Johnny og vildi taka upp cover með Johnny þar sem að hann tæki lög eftir tónlistarmenn sem hefðu, með beinum eða óbeinum hætti, verið undir áhrifum Cash. Uppistaðan var American Recordings plöturnar sem gáfu fólki nýja mynd af svartklædda manninum og kynnti fullt af nýjum aðdáendum fyrir þessum ótrúlega manni.
Friday, March 7, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment