Tuesday, March 4, 2008

Cover

Vegna hugmyndaleysis ætla ég að setja inn nokkur góð cover í dag.


Þar sem ég er að enduruppgötva Elliott Smith þessa dagana þá finnst mér við hæfi að byrja á honum. Hann tekur hérna lagið Thirteen sem hann tók upp fyrir sándtrakkið við Mike Mills myndina Thumbsucker. Lagið er að sjálfsögðu upphaflega með költbandinu Big Star sem náðu aldrei miklum vinsældum og störfuðu ekki lengi en með tíð og tíma hafa áhrif sveitarinnar komið í ljós og nú poppa plöturnar #1 Record og Radio City oft upp á topplistum músíkspekúlanta.

Elliott Smith - Thirteen
Big Star - Thirteen


Cover númer tvö er útgáfa hljómsveitarinnar Clem Snide af laginu Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience sem er lag annarar költ hetju, nefnilega Daniel Johnston. Lagið er að finna á hinni frábæru The Late Great Daniel Johnston - Discovered Covered. Plata þessi er tvöföld, á fyrri skífunni eru cover útgáfur hinna ýmsu artista af lögum Johnstons (m.a. Tom Waits, Teenage Fanclub og Beck) en á þeirri seinni eru sömu lögin í flutningi Johnstons sjálfs. Skemmtileg pæling og mjög góður inngangur að tónlist þessa athyglisverða listamanns.

Clem Snide - Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience
Daniel Johnston - Don't Let The Sun Go Down On Your Grievience


Að lokum skulum við hlýða á eitt vel heppnaðasta cover sem ég man eftir í seinni tíð. Það er útgáfa dansskrímslanna í !!! á Magnetic Fields laginu Take Ecstasy With Me. Þetta klikkar aldrei.

!!! - Take Ecstasy With Me
The Magnetic Fields - Take Ecstasy With Me

No comments: