Wednesday, March 19, 2008
Páskar
Vegna fjarveru, anna og annarra hvimleiðra ástæðna ætlum við á toppfimm að taka okkur páskafrí. Föstudagurinn langi verður því listalaus en við komum tvíefld til baka þarnæsta föstudag og tæklum þá veðurguðina eins og ekkert sé.
Sem sárabót er hérna eina lagið sem kemur upp í helvítis iTunes þegar ég filtera á "easter" (tjah fyrir utan Russian Easter Festival Overture eftir rússneska tónskáldið Rimsky-Korsakov en einhvernveginn efast ég um að þið hafið áhuga á því þó það sé reyndar mjög fallegt). Það vill svo skemmtilega til að lagið er með stúlku sem allir eru að blogga um svo við slysumst til að vera með puttann á púlsinum. Mér finnst hún reyndar ekkert spes en endilega dæmið um það sjálf.
Emmy The Great - Easter Parade
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment