Wednesday, March 26, 2008
Rólegt og rómantískt?
Mér finnst svo magnað þegar lag sem ég hef hlustað margsinnis á hreyfir skyndilega við mér þegar það hefur aldrei gert það áður. Ég er að taka algjört æðiskast á laginu Northern Sky með Nick Drake. Ég er með það á repeat á daginn og glamra það á gítarinn á kvöldin svo ég er farin að óttast að ég skemmi það fyrir mér bráðum. Lagið er að finna á plötunni Bryter Later sem þykir nú yfirleitt síst af plötunum hans þremur en hún inniheldur þó þetta lag og líka hin frábæru Hazy Jane II og One Of These Things First.
Nick Drake - Northern Sky
Annað lítið lag sem hreyfir við mér þessa dagana er lag sem ég ofspilaði á sínum tíma en datt einhverra hluta vegna í gleymsku. Það er með honum Devendra Banhart sem ég hef reyndar aldrei getað gúdderað algjörlega því mér finnst hann svo mistækur. Þetta lag er allavega gott og textinn þá sérstaklega.
Devendra Banhart - At The Hop
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Yeeesssss!!! Northern Sky er bara með uppáhalds lögunum mínum. Mér finnst það bara yndi yndi yndi! :D
Post a Comment