Ákveðið var að leyfa frjálslega túlkun á þema vikunnar sem er "come back" lög og hér er mín.
Ansi mörg lög hafa verið samin sem fjalla um þemað þ.e. bón eða ósk um að einhver eða eitthvað komi aftur og að hlutirnir verði eins og þeir voru áður. Slík lög eru oftar en ekki full eftirsjá eða fortíðarþrá sem eru afar mannlegar kenndir. Er okkur finnst við hafa glatað einhverju sem var okkur kært eða mikilvægur partur af lífinu er eðlilegur hlutur af aðlögunarferlinu að þrá fyrra ástand. Breytingar geta virst ógnandi og neikvæðar því þær neyða okkur til þess að horfast í augu við staðreyndir, veruleikann og loks inn á við þar sem tilvistarlegar spurningar blasa við og krefjast svara.
En hér er listi vikunnar...njótið.
Come Back Jonee - Devo
hey come back Jonee
you´ve gotta come back now
Jonee Jonee Jonee
hey, come back Jonee
Jonee keyrði Datsuninn sinn inn í tengitrukk og það eina sem var eftir var gítarinn hans. Núna söknum við hans og viljum fá hann aftur heim,
komdu aftur heim Jonee, komdu aftur heim... Jonee vertu góður.
Come Back To Camden - Morrissey
Where taxi drivers never stop talking,
Under slate grey Victorian sky
Here you'll find, my heart and I,
And still we say come back,
Come back to Camden
Morrissey samur við sig, einmana, örvæntingarfullur, raular lokaorðin og kallar á hjálp. En vill hann raunverulega hjálp?... er ekki viss.
Come Back From San Francisco - The Magnetic Fields
Come back from San Francisco
and kiss me; I've quit smoking.
I miss doing the wild thing with you.
Fallegt lítið lag um söknuð, fórnir, von og vonleysi.
So Come Back, I Am Waiting - Okkervil River
So come back and we’ll take them all on.
So come back to your life on the lam.
So come back to your old black sheep man.
Ég veit að þetta er allt í rugli en hættu þessu veseni og komdu heim til Lamba. Þetta reddast.
I Wish You Would - David Bowie (Sweet cover)
Come back baby I wish you would
There's crying and the feeling won't do no good
Eldsnemma um morguninn, er dagurinn var við það að bresta á stakk hún af, og nú er ekki gaman. Bowie tekur Sweetsönginn upp á sína arma og afar vel eins og öll lögin á Pin Ups plötunni góðu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment