Thursday, March 27, 2008
The Kills
The Kills voru mikið hæp þegar debut platan þeirra, Keep On Your Mean Side kom út árið 2003. Ég sjálf var (og er) virkilega hrifin af þeirri plötu og hlustaði mikið á hana á sínum tíma. Þau voru svo eitt af stærstu nöfnunum á Airwaves sama ár en það ár var einmitt árið sem ég fór alein á Airwaves fjögur kvöld í röð. Hvort er það sorglegt eða bara rokk? Ég veit það ekki en ég veit að mér fannst settið þeirra það gott að mér var sama þó ég væri ein.
Þau gáfu út plötuna No Wow árið 2005 sem var ágæt en heillaði mig aldrei mjög mikið. Akkúrat núna þegar Jamie Hince er alltaf í fréttunum fyrir það að vera nýi gaurinn hennar Kate Moss droppa þau þriðju plötunni sem nefnist Midnight Boom og lofar reyndar góðu enn sem komið er. Lagið Cheap And Cheerful þykir mér ansi gott og svo byrjar það á hrottalegum horhósta sem hlýtur að vera svaka töff.
The Kills - Cheap And Cheerful
The Kills - Goodnight Bad Morning
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hey maur! Montréaldeildin var einmitt að ræða það í dag hvort við ættum ekki að skella okkur á þau 4. maí! Held þau hafi ákveðið dagsetninguna með tilliti til þín ;)
Heeeeppilegt! :)
Þarftu að spyrja? Hehe ég skal fara á tónleika með ykkur öll kvöld ef því er að skipta! Hei að vera með ykkur í Montréal er nú bara nóg, tónleikar með góðum hljómsveitum eru bara the icing on the cake ;) Get ekki beðið eftir að koma!
Post a Comment