Fyrir mér er köntrí bæði einfalt og flókið fyrirbæri. Það sem gerir það að sönnu köntríi er einfaldleiki þess, þessi einlæga og stundum barnslega tjáning sem kemur beint frá hjartanu. Samt sem áður eru yfirlýstir köntrí tónlistarmenn ekki alltaf að ná þessu þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir, hatt, stígvél og spora. Stundum vantar beinlínis köntríið í köntríið.
Aftur á móti ná tónlistarmenn sem hafa annars litla sem enga tengingu við köntrí af og til að fanga þennan fíling hvort sem það er gert í gríni eða alvöru, af tilviljun eða ásetningi.
Eftirfarandi tónar eru tilraun eins manns til að fanga fimm dæmi um kjarna köntrís.
Dear Doctor - Rolling Stones
Oh help me, please doctor, I'm damaged
There's a pain where there once was a heart
It's sleepin, it's a beatin'
Can't ya please tear it out, and preserve it
Right there in that jar?
Hér tjáir Jagger af mikilli innlifun örvæntingu sveitta og skaðaða brúðgumans sem bíður stóru stundarinnar. Við fylgjum honum í gegnum vangaveltur, efasemdir, hjálparbeiðnir, ráðleggingar móður hans og loks lestur bréfsnifsins úr jakkavasanum.
Teenagers - The Funerals
Pimple face and evil eyes
Talking way too loud
Pushing me in the video store
Acting so horny
I am still afraid of teenagers
I will never be a man
Sögumaðurinn tjáir sinn innsta ótta og vonleysi. Allir hafa sinn djöful að draga og bólugrafnir táningar eru hans.
Muswell Hillbilly - Kinks
Cos I'm a Muswell Hillbilly boy,
But my heart lies in Old West Virginia,
Though my hills, they're not green,
I've seen them in my dreams,
Take me back to those Black Hills,
That I ain't never seen.
Ray Davies sýnir okkur að köntrí er einfaldlega hugarástand og Bretar geta líka verið sveitó.
I Hung My Head - Sting
I hung my head...
I hung my head...
I hung my head...
Johhny Cash kom auga á köntríið í þessu lagi. Þrátt fyrir afar Sting-lega umgjörð er það er stútfullt af köntrí og eiginlega eins og það hafi verið samið með Cash í huga. Stór plús fyrir Sting.
Girl from the North Country - Bob Dylan (með Johnny Cash)
Please see for me if her hair hangs long,
If it rolls and flows all down her breast.
Please see for me if her hair hangs long,
That's the way I remember her best.
Bob Dylan endurvinnur lag af eldri plötu og fær Johnny Cash til að raula það með sér. Einfalt og einlægt lag sem segir máski ekki mikla sögu en tjáir hug sögumanns til gamallar kærustu sem var einu sinni sú eina sanna.
Friday, March 14, 2008
topp 5 köntrí - zvenni
Labels:
Bob Dylan,
Johnny Cash,
köntrí,
sting,
the funerals,
The Kinks,
the rolling stones
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment