Það ber ekki að taka þennan lista of hátíðlega. Þetta eru frekar dæmi um kombökk en eiginlegur topplisti.
5. Fiona Apple - Extraordinary Machine (2005)
Fiona Apple lét aðdáendur sína bíða í sex ár á milli platna svo þegar þessi kom út þá var eftirvæntingin orðin mikil. Þessi langa bið og vandræði með plötufyrirtækið ollu því að fólk var farið að halda að stúlkan væri kannski búin að missa það en það reyndust óþarfa áhyggjur enda platan alveg frábær. Þetta er svona gott hæfileikastaðfestingakombakk.
Fiona Apple - Tymps (Sick In The Head Song)
4. Beck - Sea Change (2002)
Beck kom öllum í opna skjöldu þegar hann gaf út þessa ljúfu breakup plötu á eftir hinni skitsófrenísku Midnite Vultures. Þessi plata nær inn á listann því þetta var mikið Beck comeback fyrir mér persónulega. Ég hafði misst áhuga á því sem hann var að gera en eftir þetta lagði ég aftur við hlustir.
Beck - Lost Cause
3. King Crimson - Discipline (1981)
Þegar minnst er á King Crimson þá kemur platan In The Court Of The Crimson King ósjálfrátt fyrst upp í hugann. Þessi fyrsta plata sveitarinnar er almennt talin klassík en eftir því sem skipt var tíðar um hljómsveitarmiðlimi og progið fór meira úr böndunum þótti sífellt ólíklegra að King Crimson myndu gera stóra hluti. Eini fasti punkturinn í sveitinni, Robert Fripp, tók sig svo til í byrjun níunda áratugarins og stofnaði enn eina útgáfu af sveitinni sem gaf svo út hina bráðskemmtilegu Discipline sem er dálítið prog, dálítil nýbylgja og satt að segja dálítið Talking Heads-leg.
King Crimson - Elephant Talk
2. George Harrison - Cloud Nine (1987)
Eftir hina frábæru All Things Must Pass gaf George Harrison út nokkrar ansi misjafnar plötur og náði botninum með hinni arfaslöku Gone Troppo sem var algjört flopp. Eftir það gaf hann ekki út plötu í fimm ár en snéri svo aftur með Cloud Nine sem hann hafði unnið með félaga sínum Jeff Lynne. Poppuð, hress, skemmtileg og með einu fyndnasta plötucoveri sem ég man eftir! Vídjóið við lagið When We Was Fab er líka skylduáhorf...
George Harrison - When We Was Fab
1. Johnny Cash - American Recordings (1994)
Mér dettur ekki í hug svakalegra comeback en American Recordings plöturnar sem Johnny Cash tók upp með Rick Rubin. Hæfileikar Cash og frábært lagaval gerðu það að verkum að hann eignaðist skyndilega nýjan hlustendahóp sem hafði áður ekki áhuga á kántrítónlist. Hann gerði tökulögin algjörlega að sínum eigin og þetta Leonard Cohen lag er gott dæmi um það.
Johnny Cash - Bird On A Wire
Friday, March 7, 2008
Topp 5 comeback - Kristín Gróa
Labels:
Beck,
comeback,
Fiona Apple,
George Harrison,
Johnny Cash,
King Crimson
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment