Monday, March 31, 2008
Diskakaup
Ég freistaðist til að fara á geisladiskamarkaðinn í Perlunni á laugardaginn sem hefði nú ekki verið dramatískt ef ég hefði ekki stoppað í Nóatúni á leiðinni og horft upp á eldri konu detta beint fyrir framan mig og handleggsbrotna. Þetta þýddi auðvitað neyðarlínusímtal, sjúkrabíl og allan pakkann. Hei en eftir góðverk dagsins átti ég nú alveg skilið nokkra geisladiska! Merkilegast fannst mér að finna Plants & Animals plötuna á 1200 kall, bæði kom mér á óvart að hún skyldi vera til þarna og að hún væri ekki dýrari verandi nýleg og allt það. Ég keypti líka Low með David Bowie, Private Dancer með Tinu Turner, Crosby, Stills & Nash með Crosby, Stills & Nash og þrjár aðrar plötur sem ég get í augnablikinu bara ekki munað hverjar voru. Segi ykkur kannski bara frá þeim á morgun. Það er allavega alveg þess virði að tékka á þessum markaði til að fylla inn í diskasafnið ef maður er þessi risaeðlutýpa sem vill endilega eiga allt í hardcopy.
Plants & Animals - Early In The Morning af Parc Avenue
David Bowie - Sound And Vision af Low
Tina Turner - What's Love Got To Do With It af Private Dancer
Crosby, Stills & Nash - Marrakesh Express af Crosby, Stills & Nash
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
úje! Private Dancer! Ég styð þessa ákvörðun þína!
Post a Comment