Tuesday, March 18, 2008

Holy Fuck og Fuck Buttons

Ég gerði þau herfilegu mistök í morgun að uppfæra iTunes hjá mér, bara svona af því það var í boði. Það er ekki að spyrja að því að libraryið mitt fór allt í fokk og iTunes fann ekki einhver 10 gíg af tónlist sem voru samt á sínum stað á drifinu. Djöfull er ég pirruð á þessu drasli. Ég var búin að skrifa þessa færslu fyrir en vá hvað hún er innilega við hæfi núna. Dömur mínar og herrar... hljómsveitirnar Holy Fuck og Fuck Buttons!



Holy Fuck eru elektrónískur kvartett frá Toronto í Kanada sem hefur gefið út tvær plötur, Holy Fuck árið 2005 og LP síðastliðið haust. Mér finnst báðar góðar en það sem mér finnst virkilega æðislegt er lagið Lovely Allen sem er af þeirri seinni. Það fær mig til að vera glöð innan í mér sem er eitthvað sem ég þarfnast sárlega eftir iTunes klúðrið.

Holy Fuck - Lovely Allen
Holy Fuck - Milkshake

Holy Fuck á MySpace



Það hefur verið að byggjast upp mikið hæp í kringum dúettinn Fuck Buttons síðasta árið. Þeir voru að gefa út sína fyrstu plötu, Street Horrrsing á dögunum, og hafa fengið prýðisdóma fyrir hana. Ég veit ekki alveg hvernig höfuðið á mér yrði eftir að hlusta á heila plötu af þessu en í smá skömmtum virkar þetta vel.

Fuck Buttons - Bright Tomorrow
Fuck Buttons - Ribs Out

Fuck Buttons á MySpace

No comments: