5. David Bowie - Heathen
Ég tók alveg tímabil þar sem ég hlustaði á gamla Bowie dótið og fannst það bara algjör snilld. Svo datt áhuginn eitthvað niður og ég hlustaði eiginlega ekkert á Bowie í alveg tvö ár. Þangað til annar sambýlingurinn minn í Frakklandi keypti Heathen. Kannski ekki jafn hresst og það sem hr. Bowie gerði á síðustu öld en fín plata engu að síður.
David Bowie - A Better Future [video]
4. Kings of Leon - Aha Shake Heartbreak (2005)
Þessi plata comebackaði sjálfa sig fyrir mér. Mér var gefið eintak af henni og ég heyrði hana nokkrum sinnum þegar hún kom út en fannst hún bara ekkert spes. Eintakið fór upp í geisladiskahillu og sat þar næstu mánuðina. Tæpu ári seinna prófaði ég svo að renna í gegnum hana og fannst hún instantly bara æði. Stórundarlegt en ánægjulegt. Síðan þá poppar platan alltaf upp öðru hverju, það virðist t.d. alltaf eitt lag læðast með á playlista fyrir roadtrip, það var óspart hlustað á hana í bakpokaferðalagi um Evrópu og platan í heild sinni er frábær til að hlaupa við.
Kings of Leon - Milk [video]
3. Prince - Musicology (2004)
Prince var svona mójókóngur. Svo missti hann það, skipti um 'nafn' 5 sinnum eða eitthvað og var bara all-round ekkert spes í einhver ár. En með Musicology kom hann aftur!
Prince - Musicology [video]
2. Beck - Sea Change
Ég átti nú Midnite Vultures og hlustaði slatta á hana en hún greip mig aldrei jafn mikið og fyrri plötur Beck. Þess vegna langaði mig mest að hoppa af gleði þegar ég heyrði Sea Change, þrátt fyrir að platan sé róleg hún-hætti-með-mér plata. Flestir verða voða voða leiðir, reiðir jafnvel fúlir þegar einhver hættir með þeim. Væla, væla aðeins meira og jafna sig svo á endanum. Ekki Beck. Beck gerir næstum klukkutíma langa plötu þar sem hver einasta mínúta er góð. Frábær plata og fullkomin fyrir ástarsorgina!
Beck - Golden Age [video]
1. Pete Doherty - For Lovers // Fuck Forever (2005)
Þrátt fyrir allt vesenið á honum má Pete eiga það að hann semur góð lög og enn betri texta. 2004 náði hann að láta reka sig úr hljómsveitinni sinni, taka sig alltof oft, dæma sig þónokkru sinnum og almennt vera bara svo mikið í ruglinu að það voru allir hálfpartinn búnir að afskrifa hann. En Pete kom aftur árið 2005. Hann kom aftur! For Lovers 'samstarfið' með Wolfman var fínt og þrátt fyrir mistæka fyrstu plötu Babyshambles er Fuck Forever alveg hriiikalega gott lag.
Babyshambles - Fuck Forever [video]
Babyshambles - Fuck Forever [.mp3]
Wolfman & Pete Doherty - For Lovers [.mp3]
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment